Fimm ára fangelsi eftir sýknudóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. október 2021 16:36 Árásin átti sér stað í nóvember fyrir tæpum þremur árum í Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag en karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira