Fimm ára fangelsi eftir sýknudóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. október 2021 16:36 Árásin átti sér stað í nóvember fyrir tæpum þremur árum í Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag en karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Dómsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Dómsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira