Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Justin og Pálína valin best annað árið í röð

    Justin Shouse, leikmaður bikarmeistara Stjörnunnar og Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, voru í kvöld valin leikmenn ársins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í Laugardalshöllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 75-65 | 1-1 í einvíginu

    KR vann frábæran sigur, 75-65, á Keflavík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og jafnaði þar með einvígið 1-1. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir gerði 19 stig fyrir KR og átti frábæran leik. Pálína Gunnlaugsdóttir og Jessica Ann Jenkins voru einu leikmenn Keflavíkur sem léku á pari en þær gerðu báðar 19 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kvartanir KR-inga hlægilegar

    Í kvöld fer fram annar leikur KR og deildarmeistara Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Keflavík er með 1-0 forystu eftir sigur á heimavelli um helgina en leikurinn fer fram í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Dansa Erla og Marín í hálfleik í kvöld?

    Erla Reynisdóttir og Marín Rós Karlsdóttir, margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og núverandi aðstoðarþjálfarar kvennaliðs félagsins, hafa aftur heitið á stuðningsmenn Keflavíkur fyrir stórleik kvöldsins. Nú tala þær um að dansa í hálfleik mæti yfir 500 manns á leikinn en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keflavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Alltaf í lokaúrslitum

    Sverrir Þór Sverrisson er búinn að koma liði í úrslit á fimm fyrstu tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er þjálfari karlaliðs Grindavíkur sem komst í úrslit á fimmtudagskvöldið eftir sigur á KR-ingum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Allt jafnt í fyrsta sinn í sex ár

    Keflavík og Snæfell jöfnuðu í gær undanúrslitaeinvígi sín í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna sem þýðir að staðan er nú 1-1 í öllum fjórum undanúrslitaeinvígunum í Dominos-deild karla og kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell vann í háspennuleik

    Snæfell jafnaði í dag metin gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna með naumum sigri, 61-59, í æsispennandi leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík jafnaði metin

    Keflavík vann í dag átta stiga sigur á Val, 82-74, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deild kvenna. Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 1-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    McCullum og Finnur Freyr best

    Úrvalslið seinni hluta deildarkeppninnar í Domino's-deild kvenna var tilkynnt í gær. Shannon McCullum var valin besti leikmaðurinn og Finnur Freyr Stefánsson besti þjálfarinn. Bæði koma úr KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shannon og Finnur best

    Úrvalslið seinni hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna var tilkynnt í dag en lið KR átti bæði besta leikmanninn og besta þjálfarann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stelpur, nú þurfið þið að hjálpa mér

    Birnu Valgarðsdóttur vantar sextán stig til að komast í 5.000 stigin í efstu deild kvenna og jafnframt bara eitt stig til viðbótar til að slá stigametið í deildinni. Hún fær kannski síðasta tækifærið í lokaumferðinni á móti Fjölni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór verður með Snæfell til ársins 2016

    Ingi Þór Steinþórsson hefur gert nýjan samning við Snæfell og mun því starfa í Stykkishólmi í það minnsta til ársins 2016. Ingi Þór gerði Snæfell að Íslandsmeisturum og bikarmeisturum karla vorið 2010 og stelpurnar hafa náð sínum besta árangri undir hans stjórn. Þetta kemur fram á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamarskonur unnu 1. deildina í kvöld

    Kvennalið Hamars tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir 79-56 sigur á Stjörnunni í Hveragerði. Liðin mætast síðan í úrslitakeppninni þar sem það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í Dominos-deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Úrslitakeppnin er klár í kvennakörfunni - úrslit kvöldsins

    Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið munu mætast í úrslitakeppni Dominos-deild kvenna í körfubolta en allt þetta er komið á hreint þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir. Valskonur urðu fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Haukakonur sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir sigur á KR. Keflavík, Snæfell og KR höfðu áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni

    Kvennalið Vals tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna fjögurra stiga sigur á deildarmeisturum Keflavíkur, 96-92 í Vodfone-höllinni í kvöld. Valsliðið endar í fjórða sæti deildarinnar sama hvernig fer í lokaumferðinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellskonur tryggðu sér annað sætið

    Snæfell tryggði sér annað sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með því að vinna ellefu stiga heimasigur á Njarðvík, 80-69, en þetta er besti árangur kvennaliðs Snæfells frá upphafi í deildarkeppninni.

    Körfubolti