Körfubolti

Ingunn Embla til Grindavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingunn Embla var með 8,1 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik í fyrra.
Ingunn Embla var með 8,1 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik í fyrra. vísir/vilhelm
Leikstjórnandinn Ingunn Embla Kristínardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Ingunn Embla, sem er 19 ára, er uppalinn Keflvíkingur en hún gerði 8,1 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með liðinu á síðasta tímabili.

Lilja Ósk Sigmarsdóttir hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík, auk þess sem samið hefur verið við Pétur Guðmundsson um að aðstoða Daníel Guðna Guðmundsson við þjálfun liðsins.

Grindavík endaði í 4. sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili en tapaði svo fyrir Snæfelli í undanúrslitum úrslitakeppninnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×