Körfubolti

Margrét Kara samdi við nýliðana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Margrét Kara skrifar undir í Stjörnuheimilinu í dag.
Margrét Kara skrifar undir í Stjörnuheimilinu í dag. vísir/valli
Nýliðar Stjörnunnar í Dominos-deild kvenna nældu sér í einn eftirsóttasta bitann á markaðnum í dag þegar félagið gekk frá samningum við Margréti Köru Sturludóttur.

Margrét Kara spilaði síðast með KR 2012 og var þá stiga- og frákastahæst með 15,2 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik.

Hún var kjörin leikmaður ársins árið 2011 auk þess sem hún hefur orðið Íslandsmeistari með bæði KR og Keflavík.

Margrét Kara spilaði ekkert fyrir tveimur árum þar sem hún var ólétt og svo ákvað hún að taka sér ársfrí fyrir síðustu leiktíð.

Þetta er mikill hvalreki fyrir nýliðana sem eru að spila í efstu deild kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×