Vilja að nýr körfuboltasalur á Ásvöllum beri nafn Ólafs Rafnssonar Henning Henningsson, fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Haukum, er tekinn við sem formaður körfuknattleiksdeildar Hauka en hann tók við á aðalfundi deildarinnar fyrir skömmu. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka. Körfubolti 28. janúar 2014 15:45
Grindvíkingar áfram duglegir að skipta um kana í körfunni Bandarískir leikmenn hafa svo sannarlega komið og farið í Grindavík á þessu tímabili. Karlaliðið skipti þrisvar um leikmann fyrir áramót og nú hefur kvennaliðið skipt um Kana í annað skiptið. Körfubolti 27. janúar 2014 18:15
Hamar sendir þriðja stigahæsta leikmann deildarinnar heim Hamar hefur nú bæst í hóp þeirra liða í Dominso-deild kvenna í körfubolta sem hefur skipt um erlendan leikmann en karfan.is segir frá því að Hvergerðingar hafa sent Di´Amber Johnson heim og í stað hennar mun hin bandaríska Chelsie Schweers klára tímabilið með Hamarsliðinu. Körfubolti 27. janúar 2014 18:00
Butler fór á kostum í fyrsta leiknum með Breiðabliki Jaleesa Butler er gengin til lið við Breiðablik í 1. deild kvenna í körfubolta og náði hún þrefaldri tvennu þegar Breiðablik skellti Fjölni 85-59 í toppslag deildarinnar í dag. Körfubolti 26. janúar 2014 20:15
Hólmarar hirða öll verðlaunin í Hafnarfirði Travis Cohn, leikmaður karlaliðs Snæfells, hafði sigur í troðslukeppninni Stjörnuleiksins sem nú stendur yfir í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Körfubolti 25. janúar 2014 16:05
Snæfellingur vann þriggja stiga keppnina Chynna Unique Brown, leikmaður Snæfells í Stykkishólmi, hafði sigur í þriggja stiga keppninni á Stjörnuleikshátíð KKÍ sem stendur yfir að Ásvöllum í Hafnarfirði. Körfubolti 25. janúar 2014 14:33
Spennandi leikir framundan í undanúrslitum bikarsins Í dag var dregið í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en drátturinn fór fram í húsakynnum Vífilfells. Körfubolti 23. janúar 2014 14:01
Hildur tryggði sigur á sínum gömlu félögum | Óvænt úrslit í kvöld Hildur Sigurðardóttir skoraði úr tveimur vítaskotum sekúndu fyrir leikslok þegar Snæfell marði 67-65 heimasigur á KR í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 22. janúar 2014 21:17
Snæfell og KR eiga flesta leikmenn í Stjörnuleik kvenna Andy Johnston og Ingi Þór Steinþórsson hafa valið Stjörnuliðin sem mætast í Stjörnuleik kvenna í körfubolta en leikurinn verður í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn. Val þeirra kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 22. janúar 2014 14:05
Bikarmeistararnir í undanúrslit Keflavík lagði Njarðvík í grannaslag í lokaleik 8-liða úrslita Powerade-bikarkeppni kvenna í kvöld, 77-58. Körfubolti 20. janúar 2014 22:22
Hildur með þrefalda tvennu þegar Snæfell komst í undanúrslit Snæfellskonur eru komnar í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir fjórtán stiga sigur á Val, 86-72, í Vodfone-höllinni í gær. KR hafði áður komist í undanúrslitin en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í kvöld og á morgun. Körfubolti 19. janúar 2014 11:13
Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt Hildur Sigurðardóttir hefur spilað frábærlega með toppliði Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur og komst í vikunni í fámennan hóp kvenna sem hafa skorað yfir 4.000 stig í efstu deild. Hildur tók líka toppsæti af Jóni Arnari Ingvarssyni en engn hefur nú gefið fleiri stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. Körfubolti 18. janúar 2014 08:00
KR-konur fyrstar inn í undanúrslitin KR er komið áfram í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir tólf stiga sigur á Grindavík, 73-61, í Röstinni í kvöld. Vesturbæjarliðið komst síðast svona langt í bikarnum árið 2011. Körfubolti 17. janúar 2014 21:05
Stórir sigrar hjá Haukum og Val - úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Haukar og Valur unnu bæði stóra sigra í 18. umferð Domnios-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur sóttu tvo stig til KR í DHL-höllinni í enn einum stórsigri Hafnarfjarðarliðsins á árinu 2014 og Valskonur unnu 33 stiga sigur á Grindavík á Hlíðarenda. Körfubolti 15. janúar 2014 20:57
Hálfleiksræða Andy fór vel í Keflavíkurstelpurnar Keflavíkurkonur sóttu tvö stig í Hveragerði í kvöld þegar liðið vann fjögurra stiga sigur á heimastúlkum í Hamar, 75-71. Keflavíkurliðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 20-8. Körfubolti 15. janúar 2014 20:53
Snæfellskonur á svaka siglingu í kvennakörfunni Snæfellsliðið er á svaka siglingu í Domnios-deild kvenna í körfubolta en liðið fór í Ljónagryfjuna í kvöld og vann 35 stiga sigur á heimastúlkum í Njarðvík, 94-59. Þetta er sjötti deildarsigur Snæfells í röð og alla hefur liðið unnið með þrettán stigum eða meira. Körfubolti 15. janúar 2014 20:34
Elvar Már og Lele Hardy fengu flest atkvæði Byrjunarliðin í Stjörnuleikjum Körfuknattleikssambands Íslands eru nú klár en KKÍ og einfalt.is stóðu fyrir netkosningu í desember á byrjunarliðum karla og kvenna fyrir Stjörnuleikina 2014. Niðurstöður kosningarinnar eru birtar inn á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14. janúar 2014 15:30
Botnlið Njarðvíkur lagði KR | Úrslit kvöldsins Óvænt úrslit urðu í Domino's-deild kvenna í kvöld en botnlið Njarðvíkur gerði þá góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur og lagði KR-inga að velli, 72-62. Keflavík vann nauman sigur á Val en Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík. Körfubolti 12. janúar 2014 21:13
Öruggt hjá Snæfelli Snæfell styrkti stöðu sína á toppi Domino's-deildar kvenna með þrettán stiga sigri á Hamri, 71-58, í Stykkishólmi í dag. Körfubolti 11. janúar 2014 16:41
Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. Körfubolti 9. janúar 2014 16:45
Öruggir útisigrar á öllum stöðum í kvöld - úrslitin í kvennakörfunni Efstu þrjú liðin í Dominos-deild kvenna unnu öll örugga útisigra í leikjum sínum í kvöld en þá fór fram sextánda umferð deildarinnar. KR vann stórsigur í Hveragerði og komst upp að hlið Vals í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Allir leikir kvöldsins unnust þar með sannfærandi á útivelli. Körfubolti 8. janúar 2014 21:13
Hardy: Við getum unnið deildina Lele Hardy, leikmaður Hauka í Domino's-deild kvenna, viðurkennir að það hafi ekki komið sér mjög á óvart að hún hafi verið valin besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins í deildinni. Körfubolti 7. janúar 2014 19:00
Elvar og Hardy best Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og Lele Hardy, leikmaður Hauka, voru í dag útnefnd bestu leikmenn Domino's-deilda karla og kvenna. Körfubolti 7. janúar 2014 14:00
Nýr Kani Snæfellinga kann svo sannarlega að troða | Myndband "Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Körfubolti 6. janúar 2014 20:30
Valskonur inn á topp fjögur - úrslitin í kvennakörfunni Valskonur eru komnar upp í fjórða sæti Domnios-deildar kvenna í körfubolta eftir níu stiga sigur á KR, 63-54, í DHL-deildinni í kvöld. Valskonur höfðu sterkari taugar á lokasprettinum en leikurinn var annars jafn og spennandi. Körfubolti 5. janúar 2014 21:24
Haukakonur upp í annað sætið - myndir Haukakonur tóku annað sætið af Keflavík með því að vinna 26 stiga sigur á Keflavík, 85-59, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum en Haukaliðið er búið að vinna tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna. Körfubolti 5. janúar 2014 20:55
Langþráður sigur hjá Njarðvíkurkonum Njarðvíkurkonur unnu langþráðan sigur í Domnios-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu þriggja stiga sigur á Hamar, 63-60, í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík hafði tapað síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni. Körfubolti 5. janúar 2014 20:49
Toppliðið byrjar nýja árið vel - Hildur með frábæran leik Snæfell er komið með fjögurra stiga forskot á Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir fjórtán stiga sigur á Grindavík í dag, 97-83, í fyrsta körfuboltaleiknum á nýju ári. Körfubolti 4. janúar 2014 16:36
Einn tvíhöfði í átta liða úrslitum Powerade-bikars Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, hefur sett upp leikdaga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna en þeir fara allir fram í fyrsta mánuði nýs árs. Körfubolti 20. desember 2013 15:16
Fjórar stigalægstu hafa verið sendar heim Helmingur liða í Dominos-deild kvenna hefur nú skipt um bandarískan leikmann en þrír nýir leikmenn fá að spreyta sig í deildinni í upphafi nýs árs. Körfubolti 20. desember 2013 06:30