Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 96-54 | Auðvelt hjá toppliðinu Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 13. janúar 2016 21:15 Haukar rúlluðu yfir Stjörnuna, 96-54, í 13. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var 12. sigur Haukakvenna í 13 leikjum í vetur en liðið er enn með tveggja stiga forystu á Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Stjarnan er hins vegar enn í 6. sætinu með sín sex stig.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Stjörnukonur héldu í við Hauka framan af leik. Staðan eftir 1. leikhluta var 28-22 og eftir 13 mínútna leik var munurinn aðeins fimm stig, 31-26, eftir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði sína þriðju körfu. Það reyndust hins vegar síðustu stig Stjörnunnar í tæpar sjö mínútur. Á meðan gáfu Haukar í og náðu 16-0 áhlaupi sem fór langt með að ganga frá leiknum. Helena Sverrisdóttir var í miklu stuði hjá Haukum og skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Annars var liðsheild Hafnfirðinga sterk en tíu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Sóknarleikur Stjörnunnar var fínn í 1. leikhluta (fyrir utan átta tapaða bolta) en hann var skelfilegur í 2. leikhluta þar sem Garðbæingar skoruðu aðeins sex stig gegn 19 stigum Hauka. Stjörnukonur áttu í stórkostlegum vandræðum í sóknarleiknum og hættu að horfa á körfuna eftir því sem leið á 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 47-28 og seinni hálfleikurinn því nánast formsatriði. Haukar voru áfram miklu sterkari aðilinn og juku muninn jafnt og þétt. Stjarnan var í stökustu vandræðum í sóknarleiknum en flestar sóknir liðsins enduðu á töpuðum bolta. Gestirnir gáfust hreinlega upp um miðbik 3. leikhluta og Haukar skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 78-36 en Haukar unnu 3. leikhlutann 31-8. Á endanum munaði svo 42 stigum á liðunum. Lokatölur 96-54, Haukum í vil. Helena var atkvæðamest i liði Hauka og var hársbreidd frá því að ná fernu. Landsliðsfyrirliðinn skoraði alls 24 stig, tók níu fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum átta sinnum. Chelsie Schweers, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom næst með 21 stig og þá átti Sólrún Inga Gísladóttir flottan leik og skoraði 16 stig. Hjá Stjörnunni var Bryndís Hanna Hreinsdóttir stigahæst með 21 stig en hún tapaði einnig 10 boltum. Alls var Stjörnuliðið með 34 tapaða bolta í leiknum sem er alltof mikið.Helena: Sunnudagurinn var erfiður Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, var að vonum brött eftir 42 stiga sigur liðsins, 96-54, á Stjörnunni í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka miklir en Helena segir að það skýrist að hluta til af þeirri staðreynd að Stjarnan er ekki með bandarískan leikmann innan sinna raða á þessari stundu. "Við vissum að þær væru Kanalausar og það er alltaf erfitt fyrir lið. Við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum. Það var erfiður dagur á sunnudaginn og því gott að fá sigur," sagði Helena og vísaði til tapsins fyrir Grindavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn var. Leikurinn í kvöld var jafn til að byrja með en Haukar gerðu í raun út um leikinn með 16-0 kafla í 2. leikhluta. "Við byrjuðum að spila vörn. Mér fannst við ekki gera það í byrjun leiks, við misstum þær framhjá okkur og þær gerðu auðveldar körfur. Við lokuðum vörninni og þá fylgir sóknin alltaf með," sagði Helena sem var ánægð með hversu vel stigaskorið dreifðist hjá Haukum en 10 leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Chelsie Schweers lék sinn annan leik með Haukum í kvöld en hún kom til liðsins frá Stjörnunni í síðustu viku. Helena kveðst ánægð með nýjasta liðsmanninnn. "Hún hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og verið mjög jákvæð. Hún kom bara á sunnudagsmorguninn. Við erum að spila sókn sem tekur smá tíma að læra en hún hefur komið vel inn í þetta og fellur vel inn í hópinn," sagði Helena að endingu.Baldur: Höfðum ekki trú á því að við gætum komið til baka Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega óhress eftir 42 stiga tap sinna stelpna, 96-54, fyrir Haukum í kvöld. Hann sagði að lokatölurnar endurspegluðu muninn á þessum liðum eins og staðan er í dag. "Já, ég myndi segja það, hreint út sagt. Við byrjuðum þetta þokkalega vel en svo dró smám saman í sundur með liðunum og þá kom uppgjöf í okkar lið," sagði Baldur. "Við grófum okkur ofan í ansi djúpa gröf og vorum að rembast við að grafa okkur upp úr henni. Við höfum ekki trú á því að við gætum komið til baka og hættum að gera það sem við gerðum vel í byrjun leiks. "Haukar brugðust vel við þessu og ýttu okkur út úr því sem við vildum gera," sagði Baldur. Stjarnan tapaði 34 boltum í leiknum en fjölmörgum sóknum lauk því ekki með skoti á körfuna. Baldur sagði það eðlilega hafa skipt sköpum. "Það skipti öllu máli. Það segir sig sjálft að við skorum ekki ef skjótum ekki á körfuna," sagði þjálfarinn sem sér fram á bjartari tíma þrátt fyrir stórtap í kvöld. "Við fáum inn tvo nýja leikmenn, sennilega eftir helgi. Einn bandarískan og svo leikstjórnandann Heiðrúnu Kristmundsdóttur. Þannig að ég er bara bjartsýnn, þrátt fyrir allt," sagði Baldur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Baldur Ingi Jónasson.Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir.Vísir/ErnirDýrfinna Arnardóttir, leikmaður Hauka, í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir Stjörnuna, 96-54, í 13. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var 12. sigur Haukakvenna í 13 leikjum í vetur en liðið er enn með tveggja stiga forystu á Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Stjarnan er hins vegar enn í 6. sætinu með sín sex stig.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Stjörnukonur héldu í við Hauka framan af leik. Staðan eftir 1. leikhluta var 28-22 og eftir 13 mínútna leik var munurinn aðeins fimm stig, 31-26, eftir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði sína þriðju körfu. Það reyndust hins vegar síðustu stig Stjörnunnar í tæpar sjö mínútur. Á meðan gáfu Haukar í og náðu 16-0 áhlaupi sem fór langt með að ganga frá leiknum. Helena Sverrisdóttir var í miklu stuði hjá Haukum og skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Annars var liðsheild Hafnfirðinga sterk en tíu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Sóknarleikur Stjörnunnar var fínn í 1. leikhluta (fyrir utan átta tapaða bolta) en hann var skelfilegur í 2. leikhluta þar sem Garðbæingar skoruðu aðeins sex stig gegn 19 stigum Hauka. Stjörnukonur áttu í stórkostlegum vandræðum í sóknarleiknum og hættu að horfa á körfuna eftir því sem leið á 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 47-28 og seinni hálfleikurinn því nánast formsatriði. Haukar voru áfram miklu sterkari aðilinn og juku muninn jafnt og þétt. Stjarnan var í stökustu vandræðum í sóknarleiknum en flestar sóknir liðsins enduðu á töpuðum bolta. Gestirnir gáfust hreinlega upp um miðbik 3. leikhluta og Haukar skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 78-36 en Haukar unnu 3. leikhlutann 31-8. Á endanum munaði svo 42 stigum á liðunum. Lokatölur 96-54, Haukum í vil. Helena var atkvæðamest i liði Hauka og var hársbreidd frá því að ná fernu. Landsliðsfyrirliðinn skoraði alls 24 stig, tók níu fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum átta sinnum. Chelsie Schweers, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom næst með 21 stig og þá átti Sólrún Inga Gísladóttir flottan leik og skoraði 16 stig. Hjá Stjörnunni var Bryndís Hanna Hreinsdóttir stigahæst með 21 stig en hún tapaði einnig 10 boltum. Alls var Stjörnuliðið með 34 tapaða bolta í leiknum sem er alltof mikið.Helena: Sunnudagurinn var erfiður Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, var að vonum brött eftir 42 stiga sigur liðsins, 96-54, á Stjörnunni í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka miklir en Helena segir að það skýrist að hluta til af þeirri staðreynd að Stjarnan er ekki með bandarískan leikmann innan sinna raða á þessari stundu. "Við vissum að þær væru Kanalausar og það er alltaf erfitt fyrir lið. Við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum. Það var erfiður dagur á sunnudaginn og því gott að fá sigur," sagði Helena og vísaði til tapsins fyrir Grindavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn var. Leikurinn í kvöld var jafn til að byrja með en Haukar gerðu í raun út um leikinn með 16-0 kafla í 2. leikhluta. "Við byrjuðum að spila vörn. Mér fannst við ekki gera það í byrjun leiks, við misstum þær framhjá okkur og þær gerðu auðveldar körfur. Við lokuðum vörninni og þá fylgir sóknin alltaf með," sagði Helena sem var ánægð með hversu vel stigaskorið dreifðist hjá Haukum en 10 leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Chelsie Schweers lék sinn annan leik með Haukum í kvöld en hún kom til liðsins frá Stjörnunni í síðustu viku. Helena kveðst ánægð með nýjasta liðsmanninnn. "Hún hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og verið mjög jákvæð. Hún kom bara á sunnudagsmorguninn. Við erum að spila sókn sem tekur smá tíma að læra en hún hefur komið vel inn í þetta og fellur vel inn í hópinn," sagði Helena að endingu.Baldur: Höfðum ekki trú á því að við gætum komið til baka Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega óhress eftir 42 stiga tap sinna stelpna, 96-54, fyrir Haukum í kvöld. Hann sagði að lokatölurnar endurspegluðu muninn á þessum liðum eins og staðan er í dag. "Já, ég myndi segja það, hreint út sagt. Við byrjuðum þetta þokkalega vel en svo dró smám saman í sundur með liðunum og þá kom uppgjöf í okkar lið," sagði Baldur. "Við grófum okkur ofan í ansi djúpa gröf og vorum að rembast við að grafa okkur upp úr henni. Við höfum ekki trú á því að við gætum komið til baka og hættum að gera það sem við gerðum vel í byrjun leiks. "Haukar brugðust vel við þessu og ýttu okkur út úr því sem við vildum gera," sagði Baldur. Stjarnan tapaði 34 boltum í leiknum en fjölmörgum sóknum lauk því ekki með skoti á körfuna. Baldur sagði það eðlilega hafa skipt sköpum. "Það skipti öllu máli. Það segir sig sjálft að við skorum ekki ef skjótum ekki á körfuna," sagði þjálfarinn sem sér fram á bjartari tíma þrátt fyrir stórtap í kvöld. "Við fáum inn tvo nýja leikmenn, sennilega eftir helgi. Einn bandarískan og svo leikstjórnandann Heiðrúnu Kristmundsdóttur. Þannig að ég er bara bjartsýnn, þrátt fyrir allt," sagði Baldur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Baldur Ingi Jónasson.Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir.Vísir/ErnirDýrfinna Arnardóttir, leikmaður Hauka, í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti