Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. Körfubolti 6. janúar 2015 12:42
King er nýja drottningin í Grindavík Kristina King hefur samið við Grindavík og mun spila með kvennaliði félagsins út þetta tímabil. Hún tekur við stöðu Rachel Tecca sem var látin fara fyrir jólin. Körfubolti 2. janúar 2015 18:15
Dóttir fyrrum NBA-leikmanns spilar með kvennaliði Vals Bandaríski bakvörðurinn Taleya Mayberry mun spila með liði Vals í seinni hluta Dominos-deild kvenna í körfubolta en Valsmenn hafa gert samning við þessa 23 ára gömlu stelpu sem útskrifaðist frá Tulsa-háskólanum. Körfubolti 2. janúar 2015 16:45
Finnur hættir með KR-konur og tekur við Skallagrími Finnur Jónsson, fyrrum leikmaður Skallagríms, hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Skallagríms í Dominos-deild karla en þetta kemur fram á heimasíðu Skallagríms og heimasíðu KR. Körfubolti 2. janúar 2015 14:11
Samrýnd og hittin systkini Systkinin Tómas Heiðar Tómasson og Bergþóra Holton Tómasdóttir eru bestu þriggja stiga skytturnar í Dominos-deildunum í körfubolta en engir leikmenn hafa hitt betur úr langskotunum í fyrri hlutanum. Körfubolti 24. desember 2014 06:00
Snæfellsstúlkur slógu við KR-piltum árið 2014 Karlalið KR vann 95 prósent deildarleikja á árinu en var samt ekki með hæsta sigurhlutfall íslenskra körfuboltaliða í deildarleikjum ársins. Snæfellskonur settu nýtt met á árinu 2014 með því að vinna 27 af 28 deildarleikjum sínum. Körfubolti 23. desember 2014 06:00
Grindavík tók fjórða sætið af Val - úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Grindavík verður í fjórða sæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta yfir jólin eftir sex stiga sigur á Val, 77-71, í framlengdum leik liðanna í Vodafone-höllinni í kvöld. Körfubolti 17. desember 2014 21:04
Keflavíkurkonur skoruðu 114 stig í kvöld Kvennalið Keflavík vann 68 stiga sigur á Hamar, 114-46, í Keflavík í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta fyrir jól. Körfubolti 17. desember 2014 20:45
Snæfellskonur á tíu leikja sigurgöngu inn í jólafríið Kvennalið Snæfells verður með fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta yfir hátíðirnar eftir 34 stiga sigur á botnliði Breiðabliks, 79-45, í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 17. desember 2014 20:37
Keflavík tapaði óvænt í Grindavík | Úrslit kvöldsins Snæfell er komið með fjögurra stiga forystu á toppi Domino's-deildar kvenna. Körfubolti 14. desember 2014 20:57
Keppst um fráköstin hjá Snæfelli Ekkert lið í deildinni hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Íslandsmeistararnir Körfubolti 13. desember 2014 10:00
Ég er alveg kölluð mamma en rosalega oft bara gamla Birna Valgarðsdóttir er nú bæði leikja- og stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í körfubolta frá upphafi. Birna tók leikjametið af Hafdísi Helgadóttur á dögunum en Birna hafði áður náð stigametinu af Önnu Maríu Sveinsdóttur. Körfubolti 12. desember 2014 06:30
KR valtaði yfir Hamar í fallbaráttuslag KR og Hamar nú bæði með fjögur stig í 6. og 7. sæti Dominos-deildar kvenna. Körfubolti 11. desember 2014 20:45
Snæfell pakkaði Grindavík saman og er eitt á toppnum Íslandsmeistararnir áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Grindavík að velli í frestuðum leik. Körfubolti 11. desember 2014 19:45
Valskonur Kanalausar fram að jólum Joanna Harden var ekki með kvennaliði Vals á móti Keflavík í gær og hefur spilað sinn síðasta leik með félaginu. Valsliðið spilar því þrjá síðustu leiki sína á árinu án bandarísks leikmanns. Körfubolti 11. desember 2014 10:00
Veðrið bjó til tvíhöfða í Hólminum á morgun Leikur Snæfells og Grindavíkur í Dominos-deild kvenna fer ekki fram í kvöld eins og áætlað var því KKÍ segir frá því á heimasíðu sinni að búið sé að fresta leiknum vegna veðurs. Körfubolti 10. desember 2014 12:02
LeLe skoraði 31 stig í sigri Hauka LeLe Hardy bauð upp á tvennu þegar Haukakonur treystu stöðu sína í þriðja sæti Dominos-deildarinnar í kvöld. Körfubolti 8. desember 2014 21:00
Kristen einni stoðsendingu frá fjórfaldri tvennu í stórsigri Íslandsmeistarar Snæfells eru komnar áfram í átta liða úrslit í Powerade-bikars kvenna eftir 91 stigs sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 130-39, í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 7. desember 2014 18:33
Öll úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í kvöld og er Snæfell á toppnum eftir leiki kvöldsins. Körfubolti 3. desember 2014 20:58
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell | Toppsætið í eigu Snæfellinga Langefstu lið Domino's-deildar kvenna mættust í Keflavík þar sem Snæfell hrifsaði til sín toppsætið. Körfubolti 3. desember 2014 18:30
Keflavík kjöldróg KR | Annar sigur Hamarskvenna Þrír leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Körfubolti 29. nóvember 2014 18:39
Sigurganga Snæfells heldur áfram Íslandsmeistarar Snæfells tylltu sér á topp Domino's deildar kvenna með níu stiga sigri á Val, 79-88, í Vodafone-höllinni í dag. Körfubolti 29. nóvember 2014 15:08
Toppliðin unnu bæði | Úrslit kvöldsins Keflavík og Snæfell efst og jöfn í Domino's-deild kvenna. Körfubolti 26. nóvember 2014 21:28
Ívar: Skil ekki hvernig er bara hægt að dæma á annað liðið Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í Domino's deild kvenna í körfubolta, var ekki sáttur með dómgæsluna í leik Hauka og Snæfells í kvöld. Körfubolti 19. nóvember 2014 22:20
Keflavíkurkonur gefa ekkert eftir Keflavíkurkonur eru komnar á mikið skrið í kvennakörfunni en þær fögnuðu sínum sjötta sigri í röð í Smáranum í kvöld þegar Keflavík vann átta stiga sigur á heimastúlkum í Breiðabliki, 76-68. Körfubolti 19. nóvember 2014 20:59
Langþráður sigur hjá Grindavíkurkonum Grindavík vann öruggan en jafnframt langþráðan stiga sigur á kanalausu Hamarsliði í Hvergerði í kvöld, 73-49, í áttundu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 19. nóvember 2014 20:53
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-80 | Enn einn sigur Snæfells á Haukum Snæfell gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann þriggja stiga sigur, 77-80, á Haukum eftir framlengdan leik. Körfubolti 19. nóvember 2014 14:02
Keflavíkurkonur fá góða heimsókn í janúar Jennifer Boucek, fyrrum aðalþjálfari og núverandi aðstoðarþjálfari í WNBA-deildinni í körfubolta, er á leiðinni til Íslands og mun stýra æfingabúðum í Keflavík í janúar. Körfubolti 14. nóvember 2014 18:00
Lele með tvo tröllaleiki í röð Lele Hardy, bandaríski leikmaður kvennaliðs Hauka, hefur farið mikinn í síðustu leikjum í Dominos-deild kvenna en Haukaliðið hefur unnið þá báða í framlengingu og heldur því sigurgöngu sinni áfram. Körfubolti 13. nóvember 2014 15:00
Efstu liðin unnu í kvennakörfunni - Haukakonur þurftu framlengingu Keflavík, Snæfell og Haukar, þrjú efstu liðin í Dominos-deild kvenna í körfubolta, unnu öll leiki sína í sjöundu umferðinni í kvöld og Valskonur unnu í Grindavík í uppgjöri liðanna sem voru jöfn í 4. og 5. sæti. Körfubolti 12. nóvember 2014 21:20