Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 73-52 | Stórsigur hjá Keflavíkurstelpum Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 12. október 2016 20:45 Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Keflavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Ungt lið Keflavíkur byrjar tímabilið vel en liðið vann öruggan sigur á Haukum, 73-52, í þriðju umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í TM-Höllinni eða Sláturhúsinu í Keflavík. Keflavíkurstúlkur voru skrefi á undan Haukum allan leikinn. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 17 stig. Fyrir leik var erfitt að spá um hvernig leikurinn færi enda bæði lið búin að missa lykilleikmenn í sumar. Bæði liðin ætla að treysta á sína yngri leikmenn þetta tímabilið. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Keflavíkurstúlkur voru komnar með 6 stiga forustu um miðjan fyrsta leikhluta, 13-7. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var þar í aðalhlutverki í stigasöfnun og setti 9 stig af þeim 13. Haukastelpur komu ekki nógu ákveðnar til leiks og áttu í erfiðleikum með komast í gegnum hápressu Keflvíkinga. Katla Rún Garðarsdóttir lokaði síðan fyrsta leikhluta með því að smella boltanum honum ofan í frá miðju og jók muninn í 22-14 fyrir annan leikhluta. Haukar mættu sterkari til leiks í öðrum leikhluta og fyrirliðinn Dýrfinna Arnarsdóttir minnkaði muninn í 3 stig þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum 26-23. Þá fór Keflavík aftur í gang og kláraði fyrri hálfleik örugglega með 10 stigum gegn 2. Staðan í hálfleik var verðskulduð þar sem Keflavík leiddi 36-25. Í þriðja leikhluta var sama upp á teningum og í fyrri hálfleik þar sem Keflavík var með yfirhöndina allan tíman og pressaði stíft. Emelía Gunnarsdóttir byrjaði leikhlutann á þriggja stiga körfu og lét Haukastelpur vita hvað væri á leiðinni. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Erna Hákonardóttir sínu liði í 13 stiga forustu með þriggja stiga körfu. Keflavík hélt forystunni og endaði leikhlutinn 57-43. Fjórði leikhluti byrjaði á því að dómarar leiksins tóku leikhlé vegna leka í þaki og myndaðist pollur við þriggja stigalínu Hauka. Mikið hefur rignt hér suður með sjó síðustu daga og setti það strik í reikninginn. Starfsmenn voru ekki lengi að bregðast við og var settur maður í það að þurrka golfi á meðan Keflavík var í sókn. Heimastúlkur ætluðu ekki að leyfa gestunum að komast inn í leikinn og náðu 11-2 áhlaupi í byrjun fjórða leikhluta sem dró allan mátt úr Haukum. Staðan var orðin 68-45 þegar 4 mínútur voru eftir. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, gerði þá breytingu á liðinu og setti ungar stelpur inn á - þær Kamillu Sól Viktorsdóttur og Elsu Albertsdóttur. Leikurinn endaði með öruggum sigri Keflavíkur, 73-52. Haukar áttu í miklum erfileikum með hápressu Keflvíkinga allan leikinn. Haukastelpur komu aldrei neinu skipulagi á sóknarleik sinn og skotnýtingin var eftir því eða aðeins 32 prósent (21/65). Haukar þurfa að bíta betur frá sér í næstu leikjum ef þær ætla sér einhverja hluti í vetur. Leikmenn Keflavíkur eru í góðu formi enda gáfu þær aldrei eftir og keyrðu upp hraðan allan leikinn. Birna Valgerður Benónýsdóttir spilaði stórt hlutverk í Keflavíkurliðinu aðeins 16 ára gömul. Hún sýndi flottar hreyfingar undir körfunni og setti 13 stig. Varnarjaxlinn Sverrir Þór Sverrisson hefur komið reynslu vel til sinni til skila. Enda var hann hoppandi og skoppandi allan leikinn að leiðbeina sínum stelpum. Ef Keflavíkurliðið heldur áfram að bæta leik sinn og gefa meira í þá á það góðan möguleika á að ná lagt á þessu tímabili.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/5 fráköst.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0, Anna Lóa Óskarsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0.Sverrir Þór: Unnum með góðum varnarleik Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir að hans leikmenn hafi verið lengi í gang í sigrinum á Haukum í Domino's-deild kvenna í kvöld. „Ég var ekkert rosalega ánægður með leikinn fyrr en þetta fór að ganga betur hjá okkur í lok fyrri hálfleiks,“ sagði Sverrir Þór eftir leikinn í kvöld. „Við vorum að hitta illa og unnum leikinn í raun á góðum varnarleik. Við náðum að loka á þær á löngum köflum og hárréttum tíma þar að auki.“ „Við náðum svo að fylgja þessu ágætlega eftir í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór en hans leikmenn pressuðu leikmenn Hauka mikið í leiknum sem Hafnfirðingar réðu illa við. „Þær eru með ungar stelpur og Kaninn þeirra er sjálfsagt ekki fenginn til liðsins til að taka boltann upp. Eflaust hefur það hjálpað okkur. En við spáum ekki í því - þetta var fyrst og fremst góður sigur.“Ingvar: Slappur leikur hjá okkur Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, segir að það hafi fátt gengið eftir sem lagt var upp með fyrir leikinn gegn Keflavík í kvöld. Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á Haukum í leik liðanna í Domino's-deild kvenna í kvöld. „Þetta spilaðist ekki eins og við lögðum upp með. Við gerðum fátt rétt, vorum ragar og þetta var heilt yfir slappur leikur hjá okkur.“ Hann tekur undir að Haukar hafi átt erfitt með að takast á við pressuna sem Keflvíkingar settu á Hafnfirðinga í kvöld. „Leikstjórnandinn okkar er fótbrotinn og við erum með margar stelpur sem eru að taka sín fyrstu skref. Þær áttu erfitt, margar hverjar.“ „En við töpuðum aðeins þremur boltum í fyrri hálfleik en þegar við fórum að þreytast varð þetta erfitt. Kaninn er ekki kominn í form og ekki vanur því að taka boltann mikið upp.“Textalýsing: Keflavík - HaukarKeflavík - Haukar - Curated tweets by Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Ungt lið Keflavíkur byrjar tímabilið vel en liðið vann öruggan sigur á Haukum, 73-52, í þriðju umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í TM-Höllinni eða Sláturhúsinu í Keflavík. Keflavíkurstúlkur voru skrefi á undan Haukum allan leikinn. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 17 stig. Fyrir leik var erfitt að spá um hvernig leikurinn færi enda bæði lið búin að missa lykilleikmenn í sumar. Bæði liðin ætla að treysta á sína yngri leikmenn þetta tímabilið. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Keflavíkurstúlkur voru komnar með 6 stiga forustu um miðjan fyrsta leikhluta, 13-7. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var þar í aðalhlutverki í stigasöfnun og setti 9 stig af þeim 13. Haukastelpur komu ekki nógu ákveðnar til leiks og áttu í erfiðleikum með komast í gegnum hápressu Keflvíkinga. Katla Rún Garðarsdóttir lokaði síðan fyrsta leikhluta með því að smella boltanum honum ofan í frá miðju og jók muninn í 22-14 fyrir annan leikhluta. Haukar mættu sterkari til leiks í öðrum leikhluta og fyrirliðinn Dýrfinna Arnarsdóttir minnkaði muninn í 3 stig þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum 26-23. Þá fór Keflavík aftur í gang og kláraði fyrri hálfleik örugglega með 10 stigum gegn 2. Staðan í hálfleik var verðskulduð þar sem Keflavík leiddi 36-25. Í þriðja leikhluta var sama upp á teningum og í fyrri hálfleik þar sem Keflavík var með yfirhöndina allan tíman og pressaði stíft. Emelía Gunnarsdóttir byrjaði leikhlutann á þriggja stiga körfu og lét Haukastelpur vita hvað væri á leiðinni. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Erna Hákonardóttir sínu liði í 13 stiga forustu með þriggja stiga körfu. Keflavík hélt forystunni og endaði leikhlutinn 57-43. Fjórði leikhluti byrjaði á því að dómarar leiksins tóku leikhlé vegna leka í þaki og myndaðist pollur við þriggja stigalínu Hauka. Mikið hefur rignt hér suður með sjó síðustu daga og setti það strik í reikninginn. Starfsmenn voru ekki lengi að bregðast við og var settur maður í það að þurrka golfi á meðan Keflavík var í sókn. Heimastúlkur ætluðu ekki að leyfa gestunum að komast inn í leikinn og náðu 11-2 áhlaupi í byrjun fjórða leikhluta sem dró allan mátt úr Haukum. Staðan var orðin 68-45 þegar 4 mínútur voru eftir. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, gerði þá breytingu á liðinu og setti ungar stelpur inn á - þær Kamillu Sól Viktorsdóttur og Elsu Albertsdóttur. Leikurinn endaði með öruggum sigri Keflavíkur, 73-52. Haukar áttu í miklum erfileikum með hápressu Keflvíkinga allan leikinn. Haukastelpur komu aldrei neinu skipulagi á sóknarleik sinn og skotnýtingin var eftir því eða aðeins 32 prósent (21/65). Haukar þurfa að bíta betur frá sér í næstu leikjum ef þær ætla sér einhverja hluti í vetur. Leikmenn Keflavíkur eru í góðu formi enda gáfu þær aldrei eftir og keyrðu upp hraðan allan leikinn. Birna Valgerður Benónýsdóttir spilaði stórt hlutverk í Keflavíkurliðinu aðeins 16 ára gömul. Hún sýndi flottar hreyfingar undir körfunni og setti 13 stig. Varnarjaxlinn Sverrir Þór Sverrisson hefur komið reynslu vel til sinni til skila. Enda var hann hoppandi og skoppandi allan leikinn að leiðbeina sínum stelpum. Ef Keflavíkurliðið heldur áfram að bæta leik sinn og gefa meira í þá á það góðan möguleika á að ná lagt á þessu tímabili.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/5 fráköst.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0, Anna Lóa Óskarsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0.Sverrir Þór: Unnum með góðum varnarleik Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir að hans leikmenn hafi verið lengi í gang í sigrinum á Haukum í Domino's-deild kvenna í kvöld. „Ég var ekkert rosalega ánægður með leikinn fyrr en þetta fór að ganga betur hjá okkur í lok fyrri hálfleiks,“ sagði Sverrir Þór eftir leikinn í kvöld. „Við vorum að hitta illa og unnum leikinn í raun á góðum varnarleik. Við náðum að loka á þær á löngum köflum og hárréttum tíma þar að auki.“ „Við náðum svo að fylgja þessu ágætlega eftir í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór en hans leikmenn pressuðu leikmenn Hauka mikið í leiknum sem Hafnfirðingar réðu illa við. „Þær eru með ungar stelpur og Kaninn þeirra er sjálfsagt ekki fenginn til liðsins til að taka boltann upp. Eflaust hefur það hjálpað okkur. En við spáum ekki í því - þetta var fyrst og fremst góður sigur.“Ingvar: Slappur leikur hjá okkur Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, segir að það hafi fátt gengið eftir sem lagt var upp með fyrir leikinn gegn Keflavík í kvöld. Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á Haukum í leik liðanna í Domino's-deild kvenna í kvöld. „Þetta spilaðist ekki eins og við lögðum upp með. Við gerðum fátt rétt, vorum ragar og þetta var heilt yfir slappur leikur hjá okkur.“ Hann tekur undir að Haukar hafi átt erfitt með að takast á við pressuna sem Keflvíkingar settu á Hafnfirðinga í kvöld. „Leikstjórnandinn okkar er fótbrotinn og við erum með margar stelpur sem eru að taka sín fyrstu skref. Þær áttu erfitt, margar hverjar.“ „En við töpuðum aðeins þremur boltum í fyrri hálfleik en þegar við fórum að þreytast varð þetta erfitt. Kaninn er ekki kominn í form og ekki vanur því að taka boltann mikið upp.“Textalýsing: Keflavík - HaukarKeflavík - Haukar - Curated tweets by Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira