Sú stigahæsta elskar það að spila vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2016 06:00 Hin átján ára gamla Emelía Ósk Gunnarsdóttir er farin að banka á dyrnar í A-landsliðinu með frammistöðu sinni með Keflavikurliðinu í vetur. Fréttablaðið/Stefán Það var við hæfi að langstigahæsti íslenski leikmaður Domino’s-deildar kvenna væri á aukaæfingu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aukaæfingarnar segir hún að séu reyndar „bara“ tvær núna þegar tímabilið er í fullum gangi en það fer ekkert á milli mála að hér fer stelpa með metnað til að vera öflugur körfuboltaleikmaður. Emelía Ósk Gunnarsdóttir varð 18 ára í vor og er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokknum. Ekki er hægt að kvarta mikið yfir fyrstu skrefunum hjá henni og liðsfélögunum. Keflavíkurliðið tapaði reyndar fyrsta leiknum þar sem bandaríski leikmaður liðsins skoraði ekki eitt stig en hefur síðan unnið fimm leiki í röð.Emelía Ósk hefur farið fyrir öflugu Keflavíkurliði.vísir/stefánSigursælar í yngri flokkum „Við höfum unnið flest upp alla yngri flokkana og við erum bara vanar því að vinna. Við höfum líka spilað saman mjög lengi og þekkjum því hver aðra vel,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem er stigahæsti leikmaður toppliðs Keflavíkur í Domino’s-deild kvenna. „Meðalaldurinn er mjög lágur hjá okkur en það eru allar að skora hjá okkur og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Emelía Ósk en stelpur sem eru átján ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í fyrstu sex umferðunum. Emelía Ósk er staðráðin í að halda sér og liðsfélögunum á jörðinni þrátt fyrir draumabyrjun. Emelía Ósk segir aukna umfjöllun fjölmiðla og annarra um liðið ekki hafa farið framhjá sér. „Við erum að reyna að pæla ekki of mikið í því. við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfar og halda áfram að gera góða hluti. Það er mjög gaman að heyra svona um okkur en við megum ekki búast við því að við séum orðnar bestar og að enginn geti unnið okkur,“ segir Emelía Ósk en hver er þá stefna Keflavíkurliðsins í vetur? „Okkur langar að vera meðal fjögurra hæstu og komast í úrslitakeppnina. Við stefnum bara á að gera okkar besta og komast eins langt og við getum,“ segir hún.Hækkað sig um 12 stig í leik Emelía Ósk skoraði 6,5 stig í leik í fyrra en er nú með 18,3 stig í leik og er langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni. Engin önnur íslensk stelpa náði að skora hundrað stig í fyrstu sex umferðunum. „Það skiptir mig ekki miklu máli að ég sé stigahæst en ég er samt alveg ánægð með það,“ segir Emelía. Ástríða hennar er nefnilega á hinum enda vallarins. „Ég elska að spila vörn og finnst það bara gaman. Ég hef verið mjög góður varnarmaður en skora síðan stöku sinnum og aðallega úr hraðaupphlaupum af því að ég er snögg fram. Ég er ekkert vön því að skora tuttugu stig í leik,“ segir hún. Emelía Ósk er ekki búin að ákveða hvert leiðin liggur á körfuboltaferlinum. „Ég útskrifast í vor og þarf að fara að ákveða það hvort ég fari í háskóla hér eða hvort mig langi að fara út að spila. Mér líst samt bara vel á það að fara út að spila,“ segir Emelía.Ekkert hræddar Hvar finnst Emelíu styrkur Keflavíkurliðsins liggja? „Í vörninni og liðsheildinni. Við spilum þetta saman og það er ekki ein manneskja sem ætlar að gera þetta allt sjálf. Það er gaman að sjá hvað við spilum boltanum og finnum opna manninn. Við erum ekkert hræddar enda vitum við það að þetta er bara körfubolti,“ segir Emelía. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Það var við hæfi að langstigahæsti íslenski leikmaður Domino’s-deildar kvenna væri á aukaæfingu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aukaæfingarnar segir hún að séu reyndar „bara“ tvær núna þegar tímabilið er í fullum gangi en það fer ekkert á milli mála að hér fer stelpa með metnað til að vera öflugur körfuboltaleikmaður. Emelía Ósk Gunnarsdóttir varð 18 ára í vor og er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokknum. Ekki er hægt að kvarta mikið yfir fyrstu skrefunum hjá henni og liðsfélögunum. Keflavíkurliðið tapaði reyndar fyrsta leiknum þar sem bandaríski leikmaður liðsins skoraði ekki eitt stig en hefur síðan unnið fimm leiki í röð.Emelía Ósk hefur farið fyrir öflugu Keflavíkurliði.vísir/stefánSigursælar í yngri flokkum „Við höfum unnið flest upp alla yngri flokkana og við erum bara vanar því að vinna. Við höfum líka spilað saman mjög lengi og þekkjum því hver aðra vel,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem er stigahæsti leikmaður toppliðs Keflavíkur í Domino’s-deild kvenna. „Meðalaldurinn er mjög lágur hjá okkur en það eru allar að skora hjá okkur og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Emelía Ósk en stelpur sem eru átján ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í fyrstu sex umferðunum. Emelía Ósk er staðráðin í að halda sér og liðsfélögunum á jörðinni þrátt fyrir draumabyrjun. Emelía Ósk segir aukna umfjöllun fjölmiðla og annarra um liðið ekki hafa farið framhjá sér. „Við erum að reyna að pæla ekki of mikið í því. við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfar og halda áfram að gera góða hluti. Það er mjög gaman að heyra svona um okkur en við megum ekki búast við því að við séum orðnar bestar og að enginn geti unnið okkur,“ segir Emelía Ósk en hver er þá stefna Keflavíkurliðsins í vetur? „Okkur langar að vera meðal fjögurra hæstu og komast í úrslitakeppnina. Við stefnum bara á að gera okkar besta og komast eins langt og við getum,“ segir hún.Hækkað sig um 12 stig í leik Emelía Ósk skoraði 6,5 stig í leik í fyrra en er nú með 18,3 stig í leik og er langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni. Engin önnur íslensk stelpa náði að skora hundrað stig í fyrstu sex umferðunum. „Það skiptir mig ekki miklu máli að ég sé stigahæst en ég er samt alveg ánægð með það,“ segir Emelía. Ástríða hennar er nefnilega á hinum enda vallarins. „Ég elska að spila vörn og finnst það bara gaman. Ég hef verið mjög góður varnarmaður en skora síðan stöku sinnum og aðallega úr hraðaupphlaupum af því að ég er snögg fram. Ég er ekkert vön því að skora tuttugu stig í leik,“ segir hún. Emelía Ósk er ekki búin að ákveða hvert leiðin liggur á körfuboltaferlinum. „Ég útskrifast í vor og þarf að fara að ákveða það hvort ég fari í háskóla hér eða hvort mig langi að fara út að spila. Mér líst samt bara vel á það að fara út að spila,“ segir Emelía.Ekkert hræddar Hvar finnst Emelíu styrkur Keflavíkurliðsins liggja? „Í vörninni og liðsheildinni. Við spilum þetta saman og það er ekki ein manneskja sem ætlar að gera þetta allt sjálf. Það er gaman að sjá hvað við spilum boltanum og finnum opna manninn. Við erum ekkert hræddar enda vitum við það að þetta er bara körfubolti,“ segir Emelía.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira