Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Margrét Kara til Bandaríkjanna

    Margrét Kara Sturludóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópukeppninni þar sem hún er á leið í skóla til Bandaríkjanna. Margrét Kara ákvað á dögunum að fara í Elon-háskólann og þarf að hefja þar nám strax í næstu viku.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þriðja tap íslenska liðsins

    Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Finnlandi 46-57 á Norðurlandamótinu í Danmörku. Þetta var þriðji leikur Íslands en liðið hefur tapað öllum leikjunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sáu ekki til sólar gegn Svíum

    Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði 47-81 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Danmörku. Sænska liðið leiddi frá byrjun og hafði sextán stiga forystu eftir fyrsta leikhluta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leikir Íslands í beinni

    Danska körfuboltalandsliðið hefur lagt mikið í framkvæmd Norðurlandamóts kvenna í Gentofte og allt skipulag á mótinu er til mikillar fyrirmyndar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Roberson verður áfram hjá Grindavík

    Bandaríska stúlkan Tiffany Roberson verður áfram í herbúðum Grindavíkur í Iceland Express deildinni næsta vetur. Roberson var einn besti leikmaður deildarinnar síðasta vetur og fór fyrir liðinu þegar það vann Lýsingarbikarinn í vor.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ragna Margrét í hópnum

    Ágúst Björgvinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið tólf manna hóp fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Gentofte í Danmörku dagana 5. til 9. ágúst næstkomandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Watson verður ekki með Keflavík í vetur

    Bandaríska stúlkan TaKesha Watson mun ekki leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deildinni næsta vetur. Þetta staðfesti Jón Halldór Eðvaldsson í viðtali á karfan.is í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Unnur Tara á leið frá Haukum

    Unnur Tara Jónsdóttir mun að öllum líkindum ekki leika með Haukum á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vefsíðunni karfan.is. Unnur segir í samtali við síðuna að miklar breytingar þyrftu að eiga sér stað ef hún ætti að vera áfram í Hafnarfirði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR með tveggja stiga forystu í Keflavík

    KR-stúlkur leiða með tveimur stigum, 45-43, í hálfleik gegn Keflavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Candace Futrell hefur skorað 18 stig fyrir KR en TaKesha Watson er með 9 stig fyrir Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Alveg til í fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld

    Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld þegar þær mæta KR-stúlkum í Toyota-höllinni í Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, segist vera klár í að fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík lagði KR

    Keflavík hefur náð 1-0 forystu í úrslitaeinvígi sínu við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir nauman 82-81 sigur í hörkuleik í Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Frábært einvígi hjá Hildi Sigurðardóttur

    Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti frábært undanúrslitaeinvígi gegn Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og frammistaða hennar átti mikinn þátt í því að KR er komið í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2003.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Það gerði enginn ráð fyrir þessu

    Jóhannes Árnason, þjálfari kvennaliðs KR, var að vonum sáttur þegar lið hans tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna í gær. Hann sagði fáa hafa reiknað með því að KR færi í úrslit þegar tímabilið hófst í haust.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík í úrslit

    Kvennalið Keflavíkur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar með 82-67 sigri á Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli sínum. Keflavík vann einvígið 3-0. Grindavíkurstúlkur neituðu hinsvegar að játa sig sigraðar og lögðu KR í vesturbænum 66-78 og minnkuðu muninn í einvíginu í 2-1. Næsti leikur fer fram í Grindavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík í bílstjórasætinu

    Keflavík vann Hauka í kvöld öðru sinni í rimmu þessara liða í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Leikið var í Hafnarfirði en leikurinn endaði 85-96.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR í lykilstöðu gegn Grindavík

    KR vann í kvöld öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna 82-65. KR leiðir því 2-0 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli sínum á miðvikudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík lagði Hauka í framlengdum leik

    Keflavíkurstúlkur sýndu mikla seiglu þegar þær lögðu Hauka 94-89 í framlengdum háspennuleik í Keflavík í dag. Þetta var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsti leikur Keflavíkur og Hauka í dag

    Fyrsta viðureign Keflavíkur og Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna verður í Keflavík í dag klukkan 17. Ljóst er að hart verður barist enda eru Haukar Íslandsmeistarar og lið Keflavíkur tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann Grindavík

    KR vann í kvöld sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna, 81-68.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leikjaplanið í úrslitakeppni kvenna

    Nú er búið að raða niður leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppni kvenna í Iceland Express deildinni sem hefst á föstudaginn. Það verða KR, Grindavík, Keflavík og Haukar sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti