Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2011 18:45 Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. Margrét Kara, sem var valin í úrvalslið seinni hluta Iceland Express deildar kvenna í dag, mun missa af tveimur fyrstu leikjum KR og Keflavíkur í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Það má sjá viðtal Gaupa við hana með því að smella hér fyrir ofan. „Mér finnst það ofboðslega leiðinlegt að fá ekki að vera með sérstaklega fyrir KR og liðsfélagana mína," sagði Margrét Kara sem vildi ekki tjá sig um réttmæti leikbannsins. „Ég er ekki í aðstöðu til þess að fara dæma um það hvort dómurinn sér réttur, of vægur eða of strangur. Mér finnst þetta ofboðslega leitt en við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu sem lið," segir Margrét Kara. „Ég er ekki búin að sjá þetta myndband en ég viðurkenni alveg að ég sló til hennar og braut illa af mér," viðurkenndi Margrét Kara en hún sagðist ekkert vita af því að María Lind hafi kært hana til lögreglunnar. Hún segist ekki hafa gert svona áður. „Það er ekki minn tilgangur í körfubolta að slá til annarra leikmanna því ég reyni að spila eftir minni bestu getu og ná árangri með liðinu mínu," segir Margrét Kara. „Ég gerði þetta ekki viljandi og mér fannst of strangt tekið til orða í lýsingu dómara á atvikinu. Ég var aldrei að ráðast á hana eða eitthvað svoleiðis og ég sé mikið eftir þessu. Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins og annað eins hefur nú skeð," sagði Margrét Kara. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. Margrét Kara, sem var valin í úrvalslið seinni hluta Iceland Express deildar kvenna í dag, mun missa af tveimur fyrstu leikjum KR og Keflavíkur í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Það má sjá viðtal Gaupa við hana með því að smella hér fyrir ofan. „Mér finnst það ofboðslega leiðinlegt að fá ekki að vera með sérstaklega fyrir KR og liðsfélagana mína," sagði Margrét Kara sem vildi ekki tjá sig um réttmæti leikbannsins. „Ég er ekki í aðstöðu til þess að fara dæma um það hvort dómurinn sér réttur, of vægur eða of strangur. Mér finnst þetta ofboðslega leitt en við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu sem lið," segir Margrét Kara. „Ég er ekki búin að sjá þetta myndband en ég viðurkenni alveg að ég sló til hennar og braut illa af mér," viðurkenndi Margrét Kara en hún sagðist ekkert vita af því að María Lind hafi kært hana til lögreglunnar. Hún segist ekki hafa gert svona áður. „Það er ekki minn tilgangur í körfubolta að slá til annarra leikmanna því ég reyni að spila eftir minni bestu getu og ná árangri með liðinu mínu," segir Margrét Kara. „Ég gerði þetta ekki viljandi og mér fannst of strangt tekið til orða í lýsingu dómara á atvikinu. Ég var aldrei að ráðast á hana eða eitthvað svoleiðis og ég sé mikið eftir þessu. Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins og annað eins hefur nú skeð," sagði Margrét Kara.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira