Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. Tónlist 3.10.2025 12:36
Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Kvikmyndin Eldarnir var frumsýnd hér á landi þann ellefta september og hefur síðan gripið vitund áhorfenda með ótrúlegum tæknibrellum og áhrifamiklum senum þar sem jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaganum lifna við á nýjan leik á stóra tjaldinu. Lífið 2.10.2025 12:30
Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Rússneskur kvikmyndagerðarmaður, sem sýnir heimildarmyndina Smákarl gegn Pútín á RIFF, nær ekki að fylgja myndinni til Íslands þar sem afgreiðslu vegabréfs hans „hefur verið frestað“ af rússneskum yfirvöldum. Bíó og sjónvarp 2.10.2025 12:17
Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Leikstjórinn Ugla Hauksdóttir og framleiðandinn Grímar Jónsson sem unnu saman að kvikmyndinni Eldunum eru þegar byrjuð að vinna að næstu mynd sinni. Hún mun byggja á annarri bók eftir Sigríði Hagalín, dystópísku skáldsögunni Eylandi. Bíó og sjónvarp 25. september 2025 11:57
Baywatch aftur á skjáinn Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki. Bíó og sjónvarp 23. september 2025 18:48
Samdi lag um ást sína á RIFF Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo. Tónlist 23. september 2025 14:48
Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Leikarinn Tom Holland slasaðist við tökur á áhættuatriði fyrir næstu mynd um Köngulóarmanninn. Farið var með hann á spítala þar sem hann greindist með heilahristing og hefur verið gert tímabundið hlé á tökum. Bíó og sjónvarp 22. september 2025 12:02
Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi. Gagnrýni 19. september 2025 07:01
Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Risi er fallinn, Robert Redford er allur. Hann var ein skærasta stjarna Hollywood á sjöunda og áttunda áratugnum, farsæll leikstjóri og stofnandi Sundance-kvikmyndahátíðina. Vísir tók saman ellefu bestu hlutverk Redford. Bíó og sjónvarp 18. september 2025 14:09
Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Leikarinn Ice Cube lýsir því hvernig var að leika í sæfæ-tryllinum Innrásinni frá Mars í miðjum Covid-faraldri þar sem hann var algjörlega einangraður án meðleikara og leikstjóra með sér á tökustað. Bíó og sjónvarp 16. september 2025 16:23
Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Framleiðslufyrirtækið Glassriver hefur keypt réttinn að bókaseríunni um rannsóknarlögreglumanninn Konráð eftir Arnald Indriðason og hyggst aðlaga hana að sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 16. september 2025 11:19
„Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Ólafur Sveinsson hefur síðustu ár unnið að heimildarmynd um Ómar Ragnarsson. Hann segir ómögulegt að ná utan um atburðaríka ævi Ómars í einni mynd en hún fjallar um umbrotatíma í lífi Ómars í kringum virkjun Kárahnjúka og stofnun Íslandshreyfingarinnar Lífið 16. september 2025 07:17
Barnaefni fyrir fullorðna Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. Gagnrýni 12. september 2025 07:07
Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Það var margt um manninn á forsýningu grínþáttaraðarinnar Brjáns í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi. Áhorfendur virtust afar hrifnir og ómuðu hlátrarsköll um salinn. Lífið 11. september 2025 13:02
Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Fyrsti skóladagurinn í Kvikmyndaskóla Íslands fór fram í dag í nýju húsnæði. Nýr rekstraraðili segir gleðiefni að skólanum hafi verið bjargað eftir gjaldþrot í vor og nemendur segjast himinlifandi með nýja aðstöðu, gjaldþrotið hafi verið mikil rússíbanareið. Innlent 8. september 2025 21:02
Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Leikarinn John Malkovich hefur tjáð sig í fyrsta skiptið opinberlega um ástarsambandið sem hann átti með meðleikkonu sinni, Michelle Pfeiffer, árið 1988 sem varð til þess að þau skildu bæði við maka sína. Bíó og sjónvarp 8. september 2025 12:18
Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur „Ég er fyrst og fremst ótrúlega stolt af myndinni – og þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri; að leika þessa flóknu konu sem fær þennan stóra boga. Það er ekki á hverjum degi á Íslandi sem það kemur út kvikmynd sem er þroskasaga einnar konu, skrifuð af konu og leikstýrt af konu,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem fer með burðarhlutverkið í íslensku stórmyndinni Eldarnir sem frumsýnd verður þann 11. september næstkomandi. Lífið 7. september 2025 20:02
Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Rómantíski spennutryllirinn Eldarnir var frumsýndur fyrir fullum sal í Smárabíó 3. september síðastliðinn. Eftirvæntingin var mikil og stemmingin brakandi af myndum að dæma. Lífið 5. september 2025 15:29
Sophie Turner verður Lara Croft Breska leikkonan Sophie Turner, sem er þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, mun leika fornleifafræðinginn og ævintýrakonuna Löru Croft í sjónvarpsþáttunum Tomb Raider á Prime Video. Bíó og sjónvarp 5. september 2025 10:19
Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. Gagnrýni 5. september 2025 07:00
Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Leikstjórinn James Gunn tilkynnti næstu kvikmynd um Ofurmennið með teikningu af ofurhetjunni og erkióvini hans, Lex Luthor. Myndin ber, enn sem komið er, titilinn „Man of Tomorrow“ og kemur í bíó 9. júlí 2027. Bíó og sjónvarp 4. september 2025 13:57
Betri kvikmyndaskóli Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Skoðun 4. september 2025 11:01
Kim Novak heiðursgestur RIFF Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. Bíó og sjónvarp 3. september 2025 19:02
Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Leikarinn Dwayne Johnson brast í grát á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar nýjasta kvikmynd hans, Smashing Machine, hlaut fimmtán mínútna lófatak. Fólk er þegar byrjað að máta leikarann við Óskarsverðlaunastyttuna. Bíó og sjónvarp 2. september 2025 15:46