Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Rektor, starfsfólk og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands er ekki ánægt með tillögu mennta- og barnamálráðherra um að nemendur við skólann gætu lokið námi sínu við Tækniskólann. Rekstrarfélag Kvikmyndaskólans er farið í gjaldþrotameðferð. Innlent 11.4.2025 22:01
Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. Innlent 11.4.2025 17:37
Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik. Innlent 11.4.2025 12:01
Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Netflix hefur birt stiklu fyrir sjöundu þáttaröð Black Mirror. Óhætt er að segja að þáttanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þáttaröðin státar af sex stjörnufylltum þáttum. Þar á meðal er framhald þáttarinns um stafræna áhöfn geimskipsins USS Callister. Bíó og sjónvarp 31. mars 2025 15:36
Getur Sturlunga snúið aftur? Kvikmyndagerð á Íslandi er ekki aðeins listform, heldur öflugur drifkraftur sem mótar og styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar hér heima og erlendis á sama tíma og hún skapar umtalsverð efnahagsleg verðmæti fyrir þjóðarbúið. Skoðun 31. mars 2025 11:31
„Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Finninn Mika Juhani Kaurismäki er frumkvöðull í kvikmyndagerð. Hann, ásamt yngri bróður sínum Aki, hristu af sér ok Sovéttímans á sínum tíma sem lá eins og mara yfir finnsku þjóðlífi og breyttu finnskri kvikmyndagerð svo um munar. Segja má að þeir hafi samhliða breytt kvikmyndagerð í allri Skandinavíu og víðar. Áhrif þeirra bræðra verða seint ofmetin. Menning 29. mars 2025 08:02
Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Christopher Nolan hyggst taka upp stórmynd sína Odyssey hér á landi í júní. Tökur munu fara fram á Suðurlandi en um er að ræða þriðja skiptið sem leikstjórinn tekur upp kvikmynd sína hérlendis. Bíó og sjónvarp 27. mars 2025 15:01
Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Ljósbrot var valin besta mynd ársins á Eddunni en í heildina fékk myndin fimm verðlaun. Það var þó Snerting sem fékk flest verðlaun þetta árið eða tíu stykki. Bíó og sjónvarp 26. mars 2025 22:35
Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Þrátt fyrir að framtíð sé óráðin um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands er samt hægt að sækja um nám á vef skólans. Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst. Innlent 25. mars 2025 12:12
Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Áhugamenn um bardaga með geislasverðum hittast einu sinni í viku og æfa sig. Forsprakki hópsins segir eitt markmiðanna vera að leyfa fólki að hafa gaman án þess að verið sé að dæma það. Lífið 25. mars 2025 10:31
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Innlent 24. mars 2025 11:07
Einsleit Edda Hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðalleikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki? Skoðun 23. mars 2025 22:30
Happy Gilmore snýr aftur Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. Bíó og sjónvarp 18. mars 2025 18:38
Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Vesturport hyggst ráðast í framhaldsþáttaseríu af Verbúðinni, seríu sem sló í gegn á Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum síðan. Nýja serían hefur enn ekki fengið íslenskt heiti en heitir Stick 'Em Up á ensku, eða Hendur upp og verður hún kynnt nánar á kvikmynda- og sjónvarpshátíðinni Series Mania síðar í mánuðinum. Bíó og sjónvarp 13. mars 2025 15:04
Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Íslenska framleiðslufyrirtækið ACT4 sem meðal annars er í eigu Ólafs Darra hefur gert samstarfssamning við þýska teiknimyndaframleiðandann Ulysses Filmproduktion um STORMSKER – fólkið sem fangaði vindinn, teiknimynd fyrir börn. Bíó og sjónvarp 13. mars 2025 14:00
Skarphéðinn til Sagafilm Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars. Viðskipti innlent 11. mars 2025 12:56
Anora sigurvegari á Óskarnum Kvikmyndin Anora fékk flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Myndin fékk alls fimm verðlaun og var meðal annars valin besta myndin. Þá varð leikstjóri myndarinnar Sean Baker sá fyrsti til að vinna fern verðlaun fyrir sömu myndina. Bíó og sjónvarp 3. mars 2025 05:57
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í kvöld í 97. sinn. Sannkallaður óskarsverðlaunasérfræðingur sem búsettur er í englanna borg og starfar í bransanum fór yfir helstu verðlaunaflokkana í samtali við fréttastofu og spáði í Hollywood-spilin. Bíó og sjónvarp 2. mars 2025 23:20
Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo „Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina. Lífið 1. mars 2025 07:02
Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 hafa verið gerðar opinberar. Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar eru tilnefndar í flokki kvikmyndar ársins. Bíó og sjónvarp 25. febrúar 2025 13:56
Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2025 10:10
Næsti Dumbledore fundinn Allt bendir til þess að bandaríski leikarinn John Lithgow muni leika galdrakarlinn Albus Dumbledore í nýrri þáttaröð um Harry Potter. Bíó og sjónvarp 13. febrúar 2025 15:16
Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta. Lífið 11. febrúar 2025 17:03
Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja John Oliver heimsótti læriföður sinn Jon Stewart í The Daily Show í gærkvöldi. Þar hlakkaði mjög í hinum breska Oliver sem var mættur til að bjóða Bandaríkjamenn velkomna í hóp konungsríkja. Bíó og sjónvarp 11. febrúar 2025 12:31
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið