Myndband: Tesla sýnir framleiðsluferli Model Y Tesla deildi nýju myndbandi á Weibo síðu sinni sem sýnir alla framleiðslu Tesla í Gígaverksmiðjunni í Sjanghæ. Þar er að mestu leyti að verið að framleiða Model Y. Bílar 27. ágúst 2021 07:00
Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. Viðskipti innlent 26. ágúst 2021 15:44
Allt að 533 prósenta hækkun á vanrækslugjaldi Þann 1. maí hækkaði grunnfjárhæð vanrækslugjalds vegna óskoðaðra ökutækja úr 15.000 í 20.000 krónur. Þá fer gjaldið í 40.000 krónur vegna fólksflutningabíla fyrir níu farþega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna yfir 3,5 tonn. Innlent 26. ágúst 2021 10:27
Kia keyrir á rafmagnið á fyrstu IAA Mobility bílasýningunni í Munchen Kia verður mjög áberandi með nýjustu rafbíla sína á alþjóðlegu bílasýningunni IAA Mobility sem haldin verður í fyrsta skipti í Munchen 7-12 september nk. Kia mun frumsýna tvo spennandi rafbíla á sýningunni; glænýjan EV6 rafbíl sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu og nýja kynslóð af Sportage sem kemur nú í Plug-in Hybrid útfærslu. Bílar 26. ágúst 2021 07:01
Myndband: Porsche Taycan 4S Cross Turismo fer frá 0-248 km/klst Porsche Taycan 4S Cross Turismo er fjórhjóladrifinn rafbíll sem hefur 93,4 kWh drifrafhlöðu. Hann er rétt rúmlega fjórar sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Bíllinn fór frá kyrrstöðu í 200 km/klst á tæpum 13 sekúndum. Bílar 23. ágúst 2021 07:01
Kia EV6 dregur 528 km Kia EV6 rafbíll mun hafa allt að 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. Þetta er enn meiri drægni en búist var við en upphaflega átti rafbíllinn að draga 510 km á rafhlöðunni. Nú er ljóst að það bætist við drægnina sem eru sannarlega góðar fréttir fyrir væntanlega kaupendur sem búast má við að verði margir enda er mikil eftirvænting eftir bílnum sem er þegar kominn í forsölu hjá Bílaumboðinu Öskju. Bílar 21. ágúst 2021 07:00
Hyundai kynnir nettan Bayon Hyundai á Íslandi frumsýnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 fólksbílinn Bayon sem er nýjasta viðbót framleiðandans hér á landi. Bayon er ríkulega búinn bíll með góðri veghæð og hárri yfirbyggingu í ætt við jepplinga, þar sem sest er beint inn og setið hátt. Bílar 20. ágúst 2021 07:01
Biden: pant vera fyrstur til að keyra væntanlega raf Corvette-u Joe Biden, Bandaríkjaforseti hélt nýverið ræðu fyrir utan Hvíta húsið þar sem hann talaði um að helmingur sölu á nýjum bílum í Bandaríkjunum muni vera rafbílar fyrir lok ársins 2030. Viðstaddir ræðuna voru helstu yfirmenn Ford, General Motors og Stellantis. Þar á meðal framkvæmdastjóri GM, Mary Barra. Biden sagði við tilefnið að hann hefði samið við Barra um að fá að vera fyrstur til að keyra rafdrifna Corvette C8. Bílar 18. ágúst 2021 07:01
Steingrímur og Skúli Íslandsmeistarar í torfæru Lokaumferð Íslandsmótsins í torfæru fór fram á Akureyri á laugardag. Í götubíla flokki varð Steingrímur Bjarnason á Strumpnum hlutskarpastur, hann tryggði sér einnig Íslandsmeistaratitilinn í götubílaflokki, auk þess sem hann hlaut tilþrifaverðlaun. Atli Jamil Ásgeirsson á Raptor varð efstur í sérútbúna flokknum á Akureyri. Skúli Kristjánsson á Simba var þegar búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki sérútbúinna bíla. Bílar 17. ágúst 2021 07:01
Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. Innlent 16. ágúst 2021 19:50
Bugatti Bolide er 1825 hestafla brautarskrímsli Bugatti hefur staðfest að það muni framleiða hinn ægilega Bolide, það er næstum ár síðan stafræn útgáfa af hugmyndabílnum var kynnt. Bílar 15. ágúst 2021 07:00
Fjórum sinnum dýrara fyrir miðbæjarbúa að leggja bíl við heimili sitt Tæplega fjórum sinnum dýrara verður fyrir íbúa miðbæjarins að leggja bíl í grennd við heimili sín en áður, eftir að gjöld hækka fyrir íbúakort. Íbúar eru ekki á eitt sáttir við hækkunina. Innlent 13. ágúst 2021 23:19
Jean Todt kynnir sér íslenska torfæru Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) fékk einstakt tækifæri í Íslandsheimsókn sinni. Hann fékk að skoða torfærubílinn Heklu sem Haukur Viðar Einarsson tók til kostanna fyrir augum Todt í Hafnarfirði. Bílar 12. ágúst 2021 07:01
Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. Innlent 11. ágúst 2021 10:52
Audi keppir í Dakar með Audi RS Q e-tron Audi tilkynnti nýlega að þýski framleiðandinn ætlaði sér að keppa í Dakar rallinu á næsta ári. Bíllinn sem Audi ætlar að nota er Audi RS Q e-tron, rafbíll með tvo mótora úr Formúlu E bíl Audi. Bílar 11. ágúst 2021 07:02
Umferðaraukning á Hringveginum en samdráttur á höfuðborgarsvæðinu Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um rúmlega þrjú prósent í júlí á meðan umferð á Hringveginum hefur aldrei verið meiri í júlí. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Af þessum tölum má álykta að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi flykkst út á Hringveginn í júlí. Bílar 9. ágúst 2021 07:00
Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél „Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni. Innlent 8. ágúst 2021 20:06
Musk: Hver Cybertruck myndi kosta milljón dollara í framleiðslu Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla sagði nýlega að ef fyrirtækið ætlaði sér að smíða Cybertruck í dag, myndi hver bíll kosta milljón dollara, um 126 milljónir króna. Aðallega vegna þess að fyrirtækið getur ekki smíðað nógu margar 4680 sellur í rafhlöður sem notaðar verða í bílinn. Bílar 8. ágúst 2021 07:00
Volvo vöru- og flutningabílar söluhæstir Volvo vöru- og flutningabílar tróna á toppnum á Íslandi fyrstu sjö mánuði ársins með 33,7% hlutdeild og 28 nýja selda vörubíla yfir 10 tonn og er söluaukning Volvo á vörubílamarkaði yfir 200%. Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn er Volvo með 24 bíla og er Volvo FH16 mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. Bílar 6. ágúst 2021 07:00
Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. Erlent 5. ágúst 2021 23:02
Scania metanbílunum fjölgar á Íslandi Um 40 Scania vörubílar og strætisvagnar í nýjustu metanútfærslu eru nú komnir í notkun hér á landi. Bílar 5. ágúst 2021 07:00
Góð ráð til að þrífa flugur af bílum Nú þegar verslunarmannahelgin er liðin þá er gott að huga að því hvernig bíllinn er að koma undan helginni. Eru líkamsleifar flugna það eina sem sést þegar bíllinn er skoðaður. Myndin hér að ofan er af bíl blaðamanns eftir að hafa ekið um Mývatnssveit um helgina. Bílar 4. ágúst 2021 07:01
Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst. Innlent 3. ágúst 2021 22:36
Nýr S-Class tengiltvinnbíll dregur 113 km Nýr Mercedes-Benz S-Class í tengiltvinnútfærslu er nú kominn í sölu í Evrópu sem og á Íslandi. Nýr S-Class 580 e er með allt að 113km drægni á rafmagninu eingöngu samkvæmt WLTP staðli og hefur drægnin aukist um rúmlega helming miðað við eldri útfærslu bílsins. Þá býður bíllinn upp á 11kW hleðslugetu með hefðbundinni og 60 kW hraðhleðslugetu sem er það mesta meðal tengiltvinnbíla. Bílar 31. júlí 2021 07:00
Myndband: Tesla Model S Plaid skólar Porsche Taycan Turbo S til í spyrnu Model S Plaid er öflugri en töluvert ódýrari. Báðir eru fjórhjóladrifnir og Taycan er aðeins þyngri svo niðurstaðan kemur kannski ekki á óvart. Bílar 30. júlí 2021 07:00
Mercedes-Benz færir sig alfarið yfir í rafbíla Þýski lúxusbílaframleiðandinn Daimler stefnir að því að framleiða eingöngu rafknúnar Mercedes-Benz bifreiðar í lok áratugarins. Framleiðandinn hyggst því hætta alfarið þróun bensín- og dísilbíla og þar með færa sig úr áðurkynntri “Electric First” stefnu yfir í “Electric Only”. Bílar 28. júlí 2021 07:01
Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. Innlent 27. júlí 2021 15:34
Myndband: Rafbíllinn Rivian í grjótklifri Stofnandi og framkvæmdastjóri Rivian RJ Scaringe er búinn að vera að byggja upp spennu fyrir kynningu á R1S. Scaringe deildi nýlega myndbandi á Twitter sem sýnir R1S í klettaklifri í Moab, Utah. Bílar 26. júlí 2021 07:01
Mercedes vinnur að Vision EQXX rafbíl með 1000 kílómetra drægni EQXX á að verða hreinn rafbíll með 1000km drægni og að verða sá skilvirkasti í heimi. Bíllinn er ennþá á hugmyndastigi. Bílar 24. júlí 2021 07:01
Tesla ætlar að opna ofurhleðslustöðvar sínar fyrir öðrum framleiðendum Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla hefur sagt að fyrir árslok muni eigendur annarra tegunda rafbíla geta notað ofurhleðslustöðvar Tesla. Hingað til hafa Tesla eigendur verið þau einu sem geta notað stöðvarnar. Bílar 23. júlí 2021 07:00