Þar skall hurð nærri hælum Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur sem heita Jóhanna og þess munu líklegast sjást merki í nafnagjöf hvítvoðunganna á næstunni. Auk þess sem fjöldi stúlkubarna fær nöfn eins og París Þöll, Aþena Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum Jóhönnum örugglega fjölga stórfellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu innan skamms tifa um ponsulítil Jóhanna Mist og agnarsmá Jóhanna Þrá. Því hvað er betra en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn fyrstu konunnar sem varð forsætisráðherra landsins eða þeirrar sem næstum sigraði í Evróvisjón en lét okkur þó ekki sitja uppi með keppnina að ári? Bakþankar 18. maí 2009 06:00
Dagsatt rugl Vinkona mín þurfti að koma cocker spaniel-hundinum sínum, honum Nökkva, fyrir á nýju heimili í vikunni. Eftirfarandi er sönn saga. Vitnað er í símtöl sem áttu sér stað yfir einn sólarhring. (Nöfnum hefur verið breytt.) 13.00: „Júlía, ég hringdi áðan í skakkt númer. Bakþankar 16. maí 2009 00:01
Þjóðþrifamálin Alþingismenn hafa nú verið leystir undan því oki að þurfa að mæta með bindi í vinnuna. Þetta leggst misvel í mannskapinn. Meðan hatursmenn slifsanna varpa öndinni léttar, óttast hinir íhaldsamari að nú fari Þráinn Bertelsson og Þór Saari að mæta í kvartbuxum og havaískyrtum í vinnuna og virðingunni fyrir löggjafarsamkundunni verði endanlega kastað fyrir róða. Bakþankar 15. maí 2009 03:00
Tuðland Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál "á dagskrá“, sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert – og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni. Bakþankar 14. maí 2009 00:01
Hjólað út í sumarið Nú á vordögum fjárfesta margir í nýjum hjólum eða yfirfara hjólin sem biðu inni í geymslu í vetur. Þegar kaupa á hjól er mikilvægt að kaupa rétta stærð, þau mega ekki vera of stór. Fyrir yngstu börnin er gott að miða við að barn nái með báðum fótum samtímis niður á jörð. Mögulegt er að ekki fylgi ljós að framan og aftan, bjalla, bretti, lás eða keðjuhlíf. Þá þarf að kaupa það sérstaklega. Bakþankar 14. maí 2009 00:01
Bréf til Svavars Svavar, það hafa fjölmargir haft samband við mig og beðið mig um að leggja ykkur lið í samninganefndinni um Icesave. Ég taldi að slíkt ætti ekki fyrir mér að liggja en hvað veit maður á þessum síðustu og verstu tímum þegar ólíklegustu hlutir gerast? Sjáðu bara hvernig fór fyrir henni Svandísi, hún er ekki búin að tylla sér í þingsætið sitt og það er strax búið að véla hana í ráðherrastól. Og sjáðu líka hvernig fór fyrir skáldkonunni sem mótmælti með svo góðum ljóðum að hún endaði á þingi. Já, það er eins gott að passa sig. Bakþankar 13. maí 2009 00:01
Gulur, rauður, grænn og blár Vöruskorturinn, sem talað var um í haust, er farinn að láta á sér kræla. Hann er að sjálfsögðu martröð allra þeirra sem óttast að þurfa að bíða tímunum saman í röð eftir lauk en fá síðan bara lakkrís þegar loks kemur að þeim eða þá að þurfa að gefa börnum heimatilbúna bréfbáta í afmælisgjöf. Það gæti verið gott að fara að rifja upp handbrögðin því nú er sjálfsögð vörutegund orðin nokkuð vandfundin - gömlu góðu vaxlitir frá Crayola í gulu og grænu pökkunum. Bakþankar 11. maí 2009 06:00
Vorhreingerningin Til allrar hamingju hef ég aldrei þurft að taka til í ríkisfjármálum, sópa út spillingu eða pakka niður úr sér genginni hugmyndafræði. Mig grunar samt að í grunninn sé ekki svo mikill munur á því að gera stórhreingerningu heima hjá sér og að taka til í heilu þjóðarbúi. Sömu lögmál hljóta að eiga við - að halda sér vel að verki og beita sjálfan sig aga því það er freistandi að gefast upp í miðjum klíðum og sópa bara öllu undir mottu. Bakþankar 8. maí 2009 06:00
Biðin langa Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti. Bakþankar 7. maí 2009 06:00
Í Stjórnarráðinu Jóhanna feykir upp dyrunum og drífur sig óðamála inn. „Hæ, Steingrímur. Fyrirgefðu hvað ég er sein, var stoppuð af fréttamönnum frammi." Steingrímur svarar án þesss að líta upp úr dagblaðinu. „Ekkert mál, ekki eins og okkur liggi á. Hvað sagðirðu þeim annars?" Jóhanna hengir rauða jakkann upp á snaga. „Bara það sama og síðast, að okkur þokaði vel áfram í stjórnarmyndunarviðræðum en ég gæti ekkert gefið upp fyrr en endanlega niðurstaða lægi fyrir. Og svo minnti ég þá á að það er ennþá starfandi ríkisstjórn." Bakþankar 5. maí 2009 06:00
Lady Gaga Alveg var mér sama um áhrif ofbeldistölvuleikja og rassadillandi söngglyðra á ungmenni áður en ég eignaðist sjálfur börn. Ég hefði líklega talið það bölvað kerlingavæl ef umræða um þetta hefði orðið á vegi mínum. Bakþankar 30. apríl 2009 06:00
Þankar á lágu plani um ESB Mikið vildi ég að Björgvin Halldórsson væri meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Það vantar nefnilega talsvert grúv í þessa gerilsneyddu pólitísku veröld. Það vantar töffara með kjark sem þarf ekki vandræðagang um völundarhús lýðræðisins til þess að koma málum á braut beins lýðræðis. Bakþankar 29. apríl 2009 06:00
Ertu kannski módel? Við getum hlegið að mæðgunum Janet og Jane Cunliffe en móðirin, Jane, hefur varið meira en tveimur milljónum í lýtaaðgerðir til að líkja sem mest eftir æskuútliti dóttur sinnar. Ýkjusögur, sönn sem þessi er, gegna þó oft því hlutverki að varpa ljósi á döpur örlög okkar eigin tilveru. Bakþankar 28. apríl 2009 06:00
Pigeon aux petits pois Dúfur geta náð hjartslættinum upp í 600 slög á mínútu og haldið honum þannig í allt að 16 klukkustundir án hvíldar. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins fyrir skömmu. Margir kannast eflaust við þessa líðan. Óttinn við að þjóðfélagið sé endanlega að fara í bál og brand laumast að fólki og hjartslátturinn keyrist upp. En það er víða bágborið ástand í heiminum, svo sem Simbabve. Annað er ekki að sjá á fréttunum sem mér berast frá vini mínum, skáldinu Togara. Hann býr á bóndabæ með mömmu sinni og kemst örsjaldan á ljóðahátíðir úti í heimi. Bakþankar 27. apríl 2009 06:00
Æla Orðið æla er óaðlaðandi. Það er hins vegar þeim heillandi eiginleika gætt að það er hægt að setja nánast hvaða samhljóða sem er á undan því og þá öðlast það nýja merkingu, samanber orðin bæla, dæla, gæla, fæla, næla, sæla og svo framvegis. Fá orð í íslensku státa af þessu. Stjórnmálaflokkar eru að þessu leyti eins og æla. Tökum bókstafinn X og bætum öðrum bókstaf fyrir aftan hann, D, V, S eða F, og flokkurinn breytir um merkingu, að minnsta kosti út á við en hvílir þó alltaf á sama grunni – flokkakerfinu, eða ælunni, ef svo má að orði komast. Bakþankar 21. apríl 2009 06:00
Auður skili sæti Eftir sögulegasta vetur frá því í seinna stríði mun Sjálfstæðis-flokkurinn að líkindum gjalda afhroð í kosningum í fyrsta sinn í átján ár. Framlag flokksins til þjóðfélagsins frá hruni einskorðast enda við það sem loksins kom blóði þingmanna hans á hreyfingu: Að koma með málþófi í veg fyrir að bundið yrði í stjórnarskrá að þjóðareign yrði í eigu þjóðarinnar. Þessi flokkur skilur orðið einkaeign svo dæmalaust vel, en telur að þjóðareign geti valdið túlkunar-vanda. Bakþankar 20. apríl 2009 06:00
Gráskalli He-man hét maður sem var hafður í hávegum í mínu ungdæmi. Garpur, eins og He-Man var nefndur upp á íslensku, var hliðarsjálf krónprinsins Adams sem bjó í konungsríkinu Eilífíu. „I have the power – mitt er valdið,“ voru kjörorð He-Mans, sem var karl í krapinu eins og nafnið gefur til kynna. Reyndar var hann svo mikill harðhaus að hann hélt heimili í gráum kastala sem leit út eins og hauskúpa. Af því dró óðalið sjálfsagt nafn sitt, en það hét Grayskull eða Gráskalli. Bakþankar 18. apríl 2009 06:00
Segð' ekki nei Metsölubókahöfundurinn og matarvitringurinn Nanna Rögnvaldardóttir sagði mér eitt sinn að hún hefði þá reglu að segja aldrei nei þegar hún væri beðin um að tala í blöðum eða ljósvakamiðlum – af þeirri einföldu ástæðu að hún hefði heyrt að erfiðara væri að fá konur sem viðmælendur. Það yrði þá kannski hennar eina framlag á jafnréttisvogarskálarnar. Því miður stemmir þetta við reynslu undirritaðrar. Bakþankar 17. apríl 2009 06:00
Draumalandið Ég fór að sjá Draumalandið í fyrrakvöld og eins og við var að búast kom það á nokkru hugarróti. Við eigum nefnilega öll okkar draumaland og ég fór að pæla í mínu en langt er síðan ég hef hróflað við því. Ég er nefnilega eins og fleiri mun uppteknari af því að hlýða á aðra lofa mér sínu draumalandi frekar en að spyrja sjálfan mig, líkt og Stefán Hilmarsson forðum, hvar er draumurinn? Bakþankar 15. apríl 2009 00:01
Heimsókn í safnið Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í stórum rökkvuðum sal. Þið eruð rétt búin að ganga framhjá miðasöludömunni sem gaf ykkur frítt inn og standið nú í þessu stóra rými og horfið í kringum ykkur. Þarna er margt að sjá og andrúmsloftið vekur blendnar tilfinningar; eftirsjá, bræði og vanþóknun. Bakþankar 14. apríl 2009 06:00
Hausaskeljastaðarávarpið Nú þegar páskahátíð er fyrir dyrum er kannski við hæfi að staldra við og skoða hvernig táknmál krossfestingarinnar hefur birst í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið. Bakþankar 11. apríl 2009 00:01
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun