Í spilltum heimi 13. júní 2009 00:01 Umræðan Björn Þorláksson skrifar um spillingu Við lifum öll í spilltum heimi sem gefur engum grið, þar sem samvizka er engin til og lítil von um frið. Svo ortu Óðmenn í kringum 1970 og nú fjörutíu árum síðar virðast tök spillingarinnar vera fastari í íslensku þjóðlífi en nokkru sinni. Tími þjóðaruppgjörs er enda framundan, efnahagsleg og réttarfarsleg ögurstund vofir yfir okkur, þar sem Icesave-málið fyllir okkur hvað mestum áhyggjum. Ýmsir fárast yfir óbilgirni Breta og Hollendinga en þótt það sé ömurlegt afspurnar þá ættu hinir sömu kannski að hafa í huga að það eru ekki Bretar sem eru glæpamennirnir í málinu, það er ekki glæpur að kunna að gera góðan samning við taugaveiklaða smáþjóð – nei , það erum við Íslendingarnir sem erum glæpamennirnir og við höfum lengi tíðkað glæpamennsku. Við skulum ekki þykjast skinheilög í þeim efnum. Sú er ein ástæða þess að höfuðglæpamennirnir, útrásarvíkingarnir íslensku, hafa fengið silkimeðferð hjá íslenskum yfirvöldum frá fyrstu stundu í stað þess að komið væri fram við þá af fullri hörku eins og eðlilegt hefði verið. Hvers vegna var ekki hjólað í þá? Kannski vegna þess að allir til þess bærir Íslendingar, ráðamenn ekki síður en aðrir, eru sjálfir bófar og bófar koma fram við aðra bófa eins og þeir vilja sjálfir láta koma fram við sig ef upp um þá kemst í einu svindli eða öðru. Gleymum því ekki að hér hefur verið þjóðaríþrótt að svíkja kerfið, spæla ríkið, skara eld að eigin köku og fjölskyldunnar – skítt með alla hina. Hér hefur ríkið alltaf verið í hlutverki óvinarins, einhverra hluta vegna, og sú er kannski ein helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Að allt hrundi um síðir. Á Íslandi kenna feður sonum sínum og dætrum að svíkja undan skatti. Í Skandinavíu neyðast embættismenn til að segja af sér ef þeir borga barnapíunni svart. Á Íslandi segja þeir sem til þekkja að lögin um fæðingarorlofssjóð séu þverbrotin. Að þar vinni margir orlofsþegar án þess að gefa tekjur sínar upp, á sama tíma og þeir þiggja ríkisorlofið eins og þeim sé „borgað fyrir það“. Þá eru gildar vísbendingar um að nýleg löggjöf um atvinnuleysisbætur sé gróflega misnotuð og mætti svo lengi telja. Andartaks skammtíma ávinningur íslenska einherjans hefur alltaf verið metinn mikilvægari en langtíma þjóðarheill. Þess vegna hrundu bankarnir. Þess vegna sitjum við uppi með Icesave. Þess vegna er íslenska þjóðarskútan að sökkva í fen spillingar og glæpa – ekki ósvipað og hjá Rómverjum til forna. Munurinn er helstur sá að hér stunda menn glæpi sína í leiðindaveðri en á Ítalíu ekki. Hvorki nú né þá. Og þess vegna gleðjast sum okkar vegna Icesave þrátt fyrir allar skuggahliðarnar. Sum okkar gleðjast vegna þess að illu hefur verið á frest skotið. Í heil sjö ár. Sem er eilífð fyrir þann sem hugsar bara um verk dagsins í dag en hirðir ekki um afleiðingarnar. Allt frá þeim tíma sem norskir afbrotamenn námu land hér á níundu öldinni er ljóst að sakamannablóð hefur runnið í æðum Íslendinga. Það skýrir að hluta til sérstaka aðdáun þjóðarinnar á vígum og víkingum. Þá hafa útlagar – útilegumenn – alltaf notið sérstakrar virðingar hér á landi. Íslendingar hafa aldrei verið prinsippmenn. Þeir eru tækifærissinnar sem láta fyrri skuldbindingar sínar lönd og leið ef þeim birtist nýtt tækifæri. Glöggt dæmi um það er sá skuggi sem hvílir á stofnun lýðveldisins árið 1944, þegar við unnum „frelsissigur“ með því að sparka í Dani liggjandi. Nú blasir við að næstu áratugi verða Íslendingar að finna sér aðra tómstundaiðju en þá að safna peningum eða eyða þeim. Kannski væri vit í að nota þann tíma sem annars hefði farið í það til að grípa ekki bara í spil með börnunum okkar og kynnast þeim lítillega heldur stofna í leiðinni til siðbótar þar sem heiðarleikinn verður endurreistur. Óvarlegt er að krefjast þess að stjórnmálamennirnir okkar eða viðskiptamennirnir fari fremstir í flokki hinna heiðarlegu. Siðbótin verður að byrja innan veggja heimilanna. Við þurfum að hætta að svíkja undan skatti, við þurfum að hætta að ljúga, pretta og stela. Það mun taka tíma að lyfta nýjum gildum á loft en því fyrr sem við byrjum þá vinnu því betra. Það er eftir nokkru að slægjast fyrir okkur öll, því það hefur komið á daginn að óheiðarleiki leiðir til hruns og hörmunga. Það ætti okkur að vera ljóst nú í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Umræðan Björn Þorláksson skrifar um spillingu Við lifum öll í spilltum heimi sem gefur engum grið, þar sem samvizka er engin til og lítil von um frið. Svo ortu Óðmenn í kringum 1970 og nú fjörutíu árum síðar virðast tök spillingarinnar vera fastari í íslensku þjóðlífi en nokkru sinni. Tími þjóðaruppgjörs er enda framundan, efnahagsleg og réttarfarsleg ögurstund vofir yfir okkur, þar sem Icesave-málið fyllir okkur hvað mestum áhyggjum. Ýmsir fárast yfir óbilgirni Breta og Hollendinga en þótt það sé ömurlegt afspurnar þá ættu hinir sömu kannski að hafa í huga að það eru ekki Bretar sem eru glæpamennirnir í málinu, það er ekki glæpur að kunna að gera góðan samning við taugaveiklaða smáþjóð – nei , það erum við Íslendingarnir sem erum glæpamennirnir og við höfum lengi tíðkað glæpamennsku. Við skulum ekki þykjast skinheilög í þeim efnum. Sú er ein ástæða þess að höfuðglæpamennirnir, útrásarvíkingarnir íslensku, hafa fengið silkimeðferð hjá íslenskum yfirvöldum frá fyrstu stundu í stað þess að komið væri fram við þá af fullri hörku eins og eðlilegt hefði verið. Hvers vegna var ekki hjólað í þá? Kannski vegna þess að allir til þess bærir Íslendingar, ráðamenn ekki síður en aðrir, eru sjálfir bófar og bófar koma fram við aðra bófa eins og þeir vilja sjálfir láta koma fram við sig ef upp um þá kemst í einu svindli eða öðru. Gleymum því ekki að hér hefur verið þjóðaríþrótt að svíkja kerfið, spæla ríkið, skara eld að eigin köku og fjölskyldunnar – skítt með alla hina. Hér hefur ríkið alltaf verið í hlutverki óvinarins, einhverra hluta vegna, og sú er kannski ein helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Að allt hrundi um síðir. Á Íslandi kenna feður sonum sínum og dætrum að svíkja undan skatti. Í Skandinavíu neyðast embættismenn til að segja af sér ef þeir borga barnapíunni svart. Á Íslandi segja þeir sem til þekkja að lögin um fæðingarorlofssjóð séu þverbrotin. Að þar vinni margir orlofsþegar án þess að gefa tekjur sínar upp, á sama tíma og þeir þiggja ríkisorlofið eins og þeim sé „borgað fyrir það“. Þá eru gildar vísbendingar um að nýleg löggjöf um atvinnuleysisbætur sé gróflega misnotuð og mætti svo lengi telja. Andartaks skammtíma ávinningur íslenska einherjans hefur alltaf verið metinn mikilvægari en langtíma þjóðarheill. Þess vegna hrundu bankarnir. Þess vegna sitjum við uppi með Icesave. Þess vegna er íslenska þjóðarskútan að sökkva í fen spillingar og glæpa – ekki ósvipað og hjá Rómverjum til forna. Munurinn er helstur sá að hér stunda menn glæpi sína í leiðindaveðri en á Ítalíu ekki. Hvorki nú né þá. Og þess vegna gleðjast sum okkar vegna Icesave þrátt fyrir allar skuggahliðarnar. Sum okkar gleðjast vegna þess að illu hefur verið á frest skotið. Í heil sjö ár. Sem er eilífð fyrir þann sem hugsar bara um verk dagsins í dag en hirðir ekki um afleiðingarnar. Allt frá þeim tíma sem norskir afbrotamenn námu land hér á níundu öldinni er ljóst að sakamannablóð hefur runnið í æðum Íslendinga. Það skýrir að hluta til sérstaka aðdáun þjóðarinnar á vígum og víkingum. Þá hafa útlagar – útilegumenn – alltaf notið sérstakrar virðingar hér á landi. Íslendingar hafa aldrei verið prinsippmenn. Þeir eru tækifærissinnar sem láta fyrri skuldbindingar sínar lönd og leið ef þeim birtist nýtt tækifæri. Glöggt dæmi um það er sá skuggi sem hvílir á stofnun lýðveldisins árið 1944, þegar við unnum „frelsissigur“ með því að sparka í Dani liggjandi. Nú blasir við að næstu áratugi verða Íslendingar að finna sér aðra tómstundaiðju en þá að safna peningum eða eyða þeim. Kannski væri vit í að nota þann tíma sem annars hefði farið í það til að grípa ekki bara í spil með börnunum okkar og kynnast þeim lítillega heldur stofna í leiðinni til siðbótar þar sem heiðarleikinn verður endurreistur. Óvarlegt er að krefjast þess að stjórnmálamennirnir okkar eða viðskiptamennirnir fari fremstir í flokki hinna heiðarlegu. Siðbótin verður að byrja innan veggja heimilanna. Við þurfum að hætta að svíkja undan skatti, við þurfum að hætta að ljúga, pretta og stela. Það mun taka tíma að lyfta nýjum gildum á loft en því fyrr sem við byrjum þá vinnu því betra. Það er eftir nokkru að slægjast fyrir okkur öll, því það hefur komið á daginn að óheiðarleiki leiðir til hruns og hörmunga. Það ætti okkur að vera ljóst nú í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun