Hjólað út í sumarið Þóra Magnea Magnúsdóttir skrifar 14. maí 2009 00:01 Nú á vordögum fjárfesta margir í nýjum hjólum eða yfirfara hjólin sem biðu inni í geymslu í vetur. Þegar kaupa á hjól er mikilvægt að kaupa rétta stærð, þau mega ekki vera of stór. Fyrir yngstu börnin er gott að miða við að barn nái með báðum fótum samtímis niður á jörð. Mögulegt er að ekki fylgi ljós að framan og aftan, bjalla, bretti, lás eða keðjuhlíf. Þá þarf að kaupa það sérstaklega. Fyrsta tvíhjólið þarf að vera einfalt, án aukahluta eins og gíra eða annars sem dregur athygli barnsins frá því að hjóla. Það er mikilvægt þegar börn byrja að hjóla að þau búi yfir færni til að halda jafnvægi en það er yfirleitt ekki fyrr en um fimm ára aldur. Áríðandi er að þau kunni umferðarreglurnar. Almenna reglan ætti að vera sú að börn undir tólf ára aldri hjóli aðeins á gangstéttum og göngu- og hjólreiðastígum. Fyrr hafa þau ekki þann þroska og reynslu sem til þarf að hjóla samhliða bifreiðum. En þótt börn hjóli ekki í umferðinni ættu reiðhjól þeirra að vera búin sama öryggisbúnaði og hjól hinna eldri. Að auki er mælt með því að settar séu appelsínugular veifur á hjól yngstu barnanna. Það auðveldar ökumönnum og öðrum farþegum að koma auga á þau. Höfuðáverkar eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiðaslysum. Notkun hlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slys en dregur úr skaðanum og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur getur greint á milli heilahristings og höfuðkúpubrots, jafnvel lífs og dauða. Skylt er að nota hjálm á reiðhjóli upp að fimmtán ára aldri en hjólreiðamenn eldri en fimmtán ára eru ekki síður í hættu að slasast ef þeir detta. Því hvetur Umferðarstofa alla hjólreiðamenn, unga sem aldna, til að nota hjálma. Allir hjálmar á markaði eiga að vera CE-merktir, sem þýðir að hjálmurinn uppfyllir lágmarkskröfur um öryggi. Líftími hjálma er fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi, svo framarlega sem hjálmurinn verður ekki fyrir hnjaski. Hjálmurinn þarf að vera af réttri stærð. Hann þarf að passa vel, sitja þétt á höfðinu og má ekki renna aftur á hnakka. Mikilvægt er að fá góðar leiðbeiningar í upphafi um hvernig á að stilla hjálminn þannig að hann sitji rétt á höfðinu. Ef hlífa þarf höfði við kulda er best að nota þunna lambhúshettu, „buff“ eða eyrnahlífar sem eru sérstaklega hannaðar fyrir hjálma. Aldrei má líma eða mála á hjálminn því við það getur höggþol hans minnkað. Þegar hjálmurinn er kominn á sinn stað og öll önnur öryggisatriði eru í lagi er ekkert annað eftir en að hjóla út í sumarið. Munum að við eigum alltaf að hjóla hægra megin ef við hjólum úti í umferðinni. Verum örugg í umferðinni – alltaf. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Nú á vordögum fjárfesta margir í nýjum hjólum eða yfirfara hjólin sem biðu inni í geymslu í vetur. Þegar kaupa á hjól er mikilvægt að kaupa rétta stærð, þau mega ekki vera of stór. Fyrir yngstu börnin er gott að miða við að barn nái með báðum fótum samtímis niður á jörð. Mögulegt er að ekki fylgi ljós að framan og aftan, bjalla, bretti, lás eða keðjuhlíf. Þá þarf að kaupa það sérstaklega. Fyrsta tvíhjólið þarf að vera einfalt, án aukahluta eins og gíra eða annars sem dregur athygli barnsins frá því að hjóla. Það er mikilvægt þegar börn byrja að hjóla að þau búi yfir færni til að halda jafnvægi en það er yfirleitt ekki fyrr en um fimm ára aldur. Áríðandi er að þau kunni umferðarreglurnar. Almenna reglan ætti að vera sú að börn undir tólf ára aldri hjóli aðeins á gangstéttum og göngu- og hjólreiðastígum. Fyrr hafa þau ekki þann þroska og reynslu sem til þarf að hjóla samhliða bifreiðum. En þótt börn hjóli ekki í umferðinni ættu reiðhjól þeirra að vera búin sama öryggisbúnaði og hjól hinna eldri. Að auki er mælt með því að settar séu appelsínugular veifur á hjól yngstu barnanna. Það auðveldar ökumönnum og öðrum farþegum að koma auga á þau. Höfuðáverkar eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiðaslysum. Notkun hlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slys en dregur úr skaðanum og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur getur greint á milli heilahristings og höfuðkúpubrots, jafnvel lífs og dauða. Skylt er að nota hjálm á reiðhjóli upp að fimmtán ára aldri en hjólreiðamenn eldri en fimmtán ára eru ekki síður í hættu að slasast ef þeir detta. Því hvetur Umferðarstofa alla hjólreiðamenn, unga sem aldna, til að nota hjálma. Allir hjálmar á markaði eiga að vera CE-merktir, sem þýðir að hjálmurinn uppfyllir lágmarkskröfur um öryggi. Líftími hjálma er fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi, svo framarlega sem hjálmurinn verður ekki fyrir hnjaski. Hjálmurinn þarf að vera af réttri stærð. Hann þarf að passa vel, sitja þétt á höfðinu og má ekki renna aftur á hnakka. Mikilvægt er að fá góðar leiðbeiningar í upphafi um hvernig á að stilla hjálminn þannig að hann sitji rétt á höfðinu. Ef hlífa þarf höfði við kulda er best að nota þunna lambhúshettu, „buff“ eða eyrnahlífar sem eru sérstaklega hannaðar fyrir hjálma. Aldrei má líma eða mála á hjálminn því við það getur höggþol hans minnkað. Þegar hjálmurinn er kominn á sinn stað og öll önnur öryggisatriði eru í lagi er ekkert annað eftir en að hjóla út í sumarið. Munum að við eigum alltaf að hjóla hægra megin ef við hjólum úti í umferðinni. Verum örugg í umferðinni – alltaf. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun