Arna Lára Jónsdóttir

Arna Lára Jónsdóttir

Greinar eftir Örnu Láru Jónsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar.

Fréttamynd

Leið­rétting veiðigjalda mun skila sér í bættum inn­viðum

Mikil umræða hefur átt sér stað um frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu veiðigjalda, jafnt á þingi sem og úti í samfélaginu. Sjávarútvegsmál hafa alltaf kallað fram sterkar skoðanir og réttlætiskennd hjá þjóðinni, hvort sem er í umræðum um kvótakerfið, veiðigjöld, eða strandveiðar.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Af hverju kílómetragjald?

Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Kerecis og inn­viða­upp­bygging

Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf.

Skoðun
Fréttamynd

Nú er tíminn

Kosningarnar 25. apríl nk. eru fyrir margt ansi mikilvægar. Við hrun efnahags­kerfisins hefur myndast tækifæri til þess að byggja upp nýtt og réttlát samfélag sem grundvallast á gildum jafnaðar, réttlætis og lýðræðis eftir hugmyndafræðilegt hrun frjálshyggjunnar. Síðustu árin hefur samfélag okkar einkennst af gildum þar sem græðgin og einstaklingshyggjan réði ferðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Arðsemi, eiginfjárhlutfall, rekstrar­leg hagkvæmni og fleiri hugtök í þessum anda lágu til grundvallar öllum helstu ákvörðunum jafnt hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum.

Skoðun