Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023 til 2027 var samþykkt á Alþingi rétt fyrir klukkan þrjú í dag, með 35 atkvæðum gegn 12 atkvæðum. Ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði og fimm þingmenn voru fjarverandi. Innlent 14. júní 2022 17:00
Telur ríkissjóð í gríðarlegri klemmu Stjórnarandstaðan deildi hart á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkissjóð í gríðarlegri klemmu þar sem um fjörutíu milljarðar króna hafi verið teknir úr honum í formi skattalækkanna á undanförnum árum. Innlent 13. júní 2022 19:52
Fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir á þinginu Alls voru 23 mál á dagskrá þingsins í dag en tólf mál stóðu eftir klukkan þrjú, þar á meðal umræða um fjármálaáætlun næstu fimm ára og fjáraukalög 2022. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða einnig til umræðu. Innlent 13. júní 2022 15:45
Áfram veginn á Vestfjörðum Við Vestfirðingar líkt og íbúar annarra landshluta erum háð greiðum samgöngum í okkar daglega lífi alla daga ársins. Með samþjöppun grunnþjónustu og stærri atvinnusvæðum skiptir nú enn meira máli en áður að hafa greiðar samgöngur og útséð með að sú þróun komi til með að breytast næstu áratugi. Skoðun 13. júní 2022 11:00
Ákall um samstöðu Fyrsta fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar verður afgreidd á Alþingi í vikunni. Tilgangur slíkrar áætlunar er að útskýra hvernig eigi að fjármagna loforð ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. Skoðun 13. júní 2022 10:00
Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. Innlent 12. júní 2022 21:42
Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Innlent 12. júní 2022 19:32
Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Innlent 12. júní 2022 12:29
Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. Innlent 12. júní 2022 08:47
Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. Viðskipti innlent 11. júní 2022 21:08
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. Innlent 11. júní 2022 19:39
SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. Innlent 11. júní 2022 15:04
Leigubílstjórar eru ekki börn Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. Skoðun 11. júní 2022 13:01
Koma þurfi á virku eftirliti með lögreglu áður en hugmyndir um auknar heimildir hennar eru skoðaðar Þingmaður Pírata segir að það sé gömul saga og ný að lögreglan vilji auknar valdheimildir. Koma þurfi á virku eftirliti með störfum lögreglu áður en hugmyndir um lengri gæsluvarðhaldstíma séu skoðaðar. Innlent 10. júní 2022 23:01
Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. Innlent 10. júní 2022 19:21
Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. Innlent 10. júní 2022 12:14
Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. Innlent 9. júní 2022 21:09
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Innlent 9. júní 2022 19:20
Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. Innlent 9. júní 2022 12:29
Guðmundur Björgvin Helgason kjörinn ríkisendurskoðandi Guðmundur Björgvin Helgason stjórnmálafræðingur hefur hlotið tilnefningu forsætisnefndar Alþingis til embættis ríkisendurskoðanda. Hann hlaut 54 atkvæði en 3 greiddu ekki atkvæði. Innlent 9. júní 2022 11:35
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. Innlent 8. júní 2022 22:20
Segir óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum á blóðugu altari verðtryggingarinnar Þingmaður Flokks fólksins spyr ríkisstjórn Íslands að því hver græði og hver tapi ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir fjármálahrunið árið 2018. Hún segir verðbólgudrauginn kominn á stjá og að stefni í óefni á húsnæðismarkaði. Innlent 8. júní 2022 21:01
„Út með þessa stjórn, hún hefur unnið heljarmikið tjón“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður og þingmaður Miðflokksins, segir að ríkisstjórnin hafi áorkað afar litlu á þeim fimm árum sem hún hefur verið við völd. Stjórnmál séu ekki sérsvið ríkisstjórnarinnar og nú sé „Covid-skjólið“ horfið. Innlent 8. júní 2022 20:42
Ríkisstjórnin hræðist að skoða stöðu okkar í breyttum heimi Þingflokksformaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvernig einkunnaspjald ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur lítur út að fyrsta ári eftir endurnýjað samstarf hennar loknu. „Eru allir ráðherrar stoltir á bekkjarmyndinni?“ spyr hann. Innlent 8. júní 2022 20:33
Vinstri græn hafi sannað sig sem sú stjórnmálahreyfing sem getur vísað veginn Þingflokksformaður Vinstri grænna - græns framboðs sagði flokkinn hafa sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis. Innlent 8. júní 2022 20:26
Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart. Innlent 8. júní 2022 20:19
Staða bænda grafalvarleg Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu bænda í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu vera grafalvarlega. Hún ræddi mögulegar aðgerðir á eldhúsdegi Alþingis. Innlent 8. júní 2022 20:11
„Hvað er að hjá ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem nærir þá auðugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi?“ Þingflokksformaður Flokks fólksins sagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera fulltrúa þeirra sem nóg hafa á milli handanna og vilji helst ekki vita af tilvist fátæks fólks, öryrkja, fatlaðra og aldraðs fólks, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis. Innlent 8. júní 2022 20:02
Alþjóðasamstarf mikilvægt á tímum stríðs Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Hún segir að alþjóðasamstarf sé lykillinn að hagsæld og að litlar líkur séu á því að friður verði rofinn í kringum okkur. Innlent 8. júní 2022 19:55
Bein útsending: Styttri eldhúsdagsumræður en venjulega Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:35 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 21.45. Innlent 8. júní 2022 19:02