Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2023 19:20 Lögreglan fékk nýlega heimildir til að beita rafbyssum. Þá var mikið magn skotvopna keypt til landsins vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í maí. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag. Hún rifjaði upp nýlegar heimildir lögreglunnar til beitingu rafbyssa og mikið magn af skotvopnum sem keypt hefðu verið vegna leiðtogafundarins í Hörpu í sumar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir rannsóknir sýna að aukinn vopnaburður lögreglu auki á ofbeldi í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn sagði að afbrotatölur sýndu ekki fram á aukið ofbeldi í samfélaginu nema hjá afmörkuðum hópi ungmenna. Hún spurði dómsmálaráðherra hvort rétta svarið væri að vopna lögregluna. „Samkvæmt rannsóknum eru lögregluþjónar sem bera rafbyssur hins vegar helmingi líklegri til að beita valdi í störfum sínum, miðað við lögreglumenn sem bera hvorki skotvopn né rafbyssur. Einnig hefur verið sýnt fram á að líklegra sé að ráðist sé á þá,“ sagði Arndís Anna. Hún spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún hefði engar áhyggjur af stigmögnun vopnaburðar á Íslandi eftir „þessar umbyltingar lögreglustarfa á Íslandi.“ „Hyggst hæstvirtur ráðherra halda áfram á sömu vegferð með aukinni hörku og hugsanlega frekari vopnavæðingu lögreglunnar. Og síðast en ekki síst, spyr ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, kemur til greina að stíga skref til baka og endurhugsa þessa stefnu,“ sagði Arndís Anna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af fjölgun skipulagðrar brota og vopnaburði.Vísir/Vilhem Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgað á síðustu árum. „Sem dæmi má nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna skotvopna hefur nærri þrefaldast frá árinu 2016,“ sagði Guðrún. Þá hefði embætti ríkislögreglustjóra bent á að hér á landi væri aukin ógn vegna skipulagðrar brotastarfsemi og aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa væru merkjanleg hér á landi. „Ekkert hefur breyst í skilyrðum fyrir vopnaburði lögreglu. Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Lögreglan Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07 Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22 Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag. Hún rifjaði upp nýlegar heimildir lögreglunnar til beitingu rafbyssa og mikið magn af skotvopnum sem keypt hefðu verið vegna leiðtogafundarins í Hörpu í sumar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir rannsóknir sýna að aukinn vopnaburður lögreglu auki á ofbeldi í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn sagði að afbrotatölur sýndu ekki fram á aukið ofbeldi í samfélaginu nema hjá afmörkuðum hópi ungmenna. Hún spurði dómsmálaráðherra hvort rétta svarið væri að vopna lögregluna. „Samkvæmt rannsóknum eru lögregluþjónar sem bera rafbyssur hins vegar helmingi líklegri til að beita valdi í störfum sínum, miðað við lögreglumenn sem bera hvorki skotvopn né rafbyssur. Einnig hefur verið sýnt fram á að líklegra sé að ráðist sé á þá,“ sagði Arndís Anna. Hún spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún hefði engar áhyggjur af stigmögnun vopnaburðar á Íslandi eftir „þessar umbyltingar lögreglustarfa á Íslandi.“ „Hyggst hæstvirtur ráðherra halda áfram á sömu vegferð með aukinni hörku og hugsanlega frekari vopnavæðingu lögreglunnar. Og síðast en ekki síst, spyr ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, kemur til greina að stíga skref til baka og endurhugsa þessa stefnu,“ sagði Arndís Anna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af fjölgun skipulagðrar brota og vopnaburði.Vísir/Vilhem Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgað á síðustu árum. „Sem dæmi má nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna skotvopna hefur nærri þrefaldast frá árinu 2016,“ sagði Guðrún. Þá hefði embætti ríkislögreglustjóra bent á að hér á landi væri aukin ógn vegna skipulagðrar brotastarfsemi og aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa væru merkjanleg hér á landi. „Ekkert hefur breyst í skilyrðum fyrir vopnaburði lögreglu. Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Lögreglan Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07 Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22 Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07
Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22
Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33