Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 5. júlí 2023 06:34
Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. Innlent 4. júlí 2023 09:50
Lægsta tilboði hafnað 44 sinnum á síðustu fimm árum Vegagerðin hafnaði lægsta tilboði í útboði 44 sinnum á síðustu fimm árum. Á sama tíma voru 489 samningar undirritaðir. Innlent 3. júlí 2023 12:24
Ekki hægt að svara því hvort stjórnmálamenn hafi verið hleraðir Dómsmálaráðherra segist ekki getað svarað fyrirspurn um mögulegar hleranir lögreglu á alþingismönnum eða öðrum stjórnmálamönnum, þar sem störf eða embætti manna séu ekki skráð í LÖKE. Innlent 3. júlí 2023 07:00
Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Innlent 2. júlí 2023 12:27
Frásagnir af dauða grasrótarinnar stórlega ýktar Þingflokksformaður Pírata segir fregnir af dauða grasrótar flokksins stórlega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á umræðu- og kosningavef flokksins undanfarin tvö ár. Þingflokksformaðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heimsfaraldur. Flokkurinn er sem stendur húsnæðislaus. Innlent 1. júlí 2023 23:29
Krefjast birtingar á starfslokasamningi Birnu: „Auðvitað á að birta hann strax“ Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar, einn úr hverjum stjórnarflokkanna þriggja, hafa óskað eftir því að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, sem sagði upp störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í vikunni, verði birtur. Innlent 1. júlí 2023 20:03
Ábyrgðarlaust Alþingi þar sem hver bendir á annan Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata ritar athyglisverða grein þar sem hann fer yfir upplifun sína af þingstörfunum og starfsemi Alþingis. Og þar er ekkert endilega fagurt um að litast. Innlent 29. júní 2023 11:02
Hver bendir á annan á þingi Ég er oft spurður hvernig það sé að vera á þingi og það getur verið erfitt að svara því í stuttu máli, því það er margt gott sem ég hef upplifað á þessum tíma sem ég hef setið á þingi, en líka margt sem betur mætti fara. Skoðun 29. júní 2023 10:37
Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Skoðun 29. júní 2023 07:30
Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Skoðun 29. júní 2023 07:01
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. Viðskipti innlent 28. júní 2023 15:58
Aldrei færri í hópi stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar Einungis átján prósent svarenda segjast ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Hlutfallið hefur aldrei verið lægra. Innlent 28. júní 2023 15:01
Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. Viðskipti innlent 28. júní 2023 14:34
Bein útsending: Ræða brot Íslandsbanka á nefndarfundi Brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum verða til umræðu á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst klukkan 13. Innlent 28. júní 2023 12:15
Ótrúverðugt að „undirbúningur upp á tíu“ hafi leitt til niðurstöðu „drekkhlöðnum lögbrotum“ „Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum.“ Innlent 28. júní 2023 10:26
Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. Viðskipti innlent 27. júní 2023 16:53
Vilja að pólitísk ábyrgð í Íslandsbankamálinu sé skoðuð betur Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman sem fyrst vegna niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins um lögbrot við sölu Íslandsbanka. Forsætisráðherra segir ekkert tilefni fyrir þing til að koma saman. Innlent 27. júní 2023 12:00
Stjórnmálaskörungurinn Svandís á sviðið Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var ótvírætt maður nýliðinnar viku. Hún átti stórleik á hinum pólitíska vettvangi og virðist standa uppi með pálmann í höndunum. Innlent 27. júní 2023 07:58
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. Innlent 26. júní 2023 14:33
„Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“ Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Innlent 24. júní 2023 11:42
Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. Innlent 23. júní 2023 19:28
„Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ Innlent 23. júní 2023 14:30
Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. Innlent 23. júní 2023 13:26
Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. Innlent 23. júní 2023 09:30
Stórfelld uppbygging hagkvæmra íbúða Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Skoðun 23. júní 2023 07:18
Óbærilegur léttleiki stjórnarsamstarfsins í uppnámi Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson núverandi formaður flokksins hljóti að horfa í eigin barm þegar hann segir Íslendinga algjörlega hafa misst tökin á innflytjendamálum. Innlent 22. júní 2023 14:36
Svandís situr fyrir svörum á morgun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun sitja fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis á morgun á opnum fundi vegna ákvörðunar hennar um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. Innlent 22. júní 2023 12:57
„Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu“ Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, segir áfengissölu Costco algera lögleysu og hann væri búinn að klippa Costco-kortið sitt – ef hann ætti það. Innlent 22. júní 2023 11:18
Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. Innlent 21. júní 2023 21:15