Ríkisstjórnin á hengiflugi Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2024 11:10 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjáfstæðisflokksins, að loknum skyndilegum þingflokksfundi sem boðaður var í Valhöll í gær. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ Það þýðir á mannamáli að leiða þurfi þau mál til lykta ef halda eigi stjórnarsamstarfinu áfram. Þar með er Vinstri grænum á vissan hátt stillt upp við vegg. Telja enga þörf á frekari breytingum Bæði Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður hafa ítrekað að þau telji enga þörf á að gera breytingar á útlendingalögunum. Enda hafi þeim síðast verið breytt undir lok vorþings. Svandís hefur hefur einnig sagt að hún telji að kjósa ætti næsta vor og landsfundur flokksins ályktaði í þá veru um síðustu helgi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur hrunið í könnunum að undanförnu og út frá því mætti ætla að enginn þeirra væri sérstaklega spenntur fyrir kosningum á þessari stundu. Verðbólga fer minnkandi og vaxtalækkunarferlið er hafið, sem gæti lyft fylgi stjórnarflokkanna á næstu mánuðum. Staðan er hins vegar sú eftir landsfund Vinstri grænna og skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar hafa á vissan hátt málað sig út í horn. Ef þeir vilja halda stjórnarsamstarfinu áfram, verða þeir að finna lausn á þeirri stöðu. Landsfundur flækir málin Þá flækir það stöðuna að vissu leyti að Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar um mánaðamótin febrúar-mars. Bjarni hefur látið í það skína að hann muni tilkynna í aðdraganda fundarins hvort hann hyggst bjóða sig fram til endurkjörs eða ekki. Það skýrir kannski lausaganginn á mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ef til vill eru farnir að horfa til formannsskipta í flokknum og víst er að í þeim efnum eru að minnsta þrír ráðherrar langt gengnir á þeirri pólitísku meðgöngu. Ólíklegt er að niðurstaða fáist um framtíð stjórnarsamstarfsins fyrr en á reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Skynsemin segir manni að oddvitar stjórnarflokkanna nýti helgina til að ráða saman ráðum sínum. Boða þarf til alþingiskosninga með 45 daga fyrirvara komi til þingrofs. Framboðslistar skulu liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum fyrir kosningar eftir að þing hefur verið rofið. Ríkisstjórnin yrði starfsstjórn um leið og boðað hefur verið til kosninga. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18 Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Það þýðir á mannamáli að leiða þurfi þau mál til lykta ef halda eigi stjórnarsamstarfinu áfram. Þar með er Vinstri grænum á vissan hátt stillt upp við vegg. Telja enga þörf á frekari breytingum Bæði Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður hafa ítrekað að þau telji enga þörf á að gera breytingar á útlendingalögunum. Enda hafi þeim síðast verið breytt undir lok vorþings. Svandís hefur hefur einnig sagt að hún telji að kjósa ætti næsta vor og landsfundur flokksins ályktaði í þá veru um síðustu helgi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur hrunið í könnunum að undanförnu og út frá því mætti ætla að enginn þeirra væri sérstaklega spenntur fyrir kosningum á þessari stundu. Verðbólga fer minnkandi og vaxtalækkunarferlið er hafið, sem gæti lyft fylgi stjórnarflokkanna á næstu mánuðum. Staðan er hins vegar sú eftir landsfund Vinstri grænna og skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar hafa á vissan hátt málað sig út í horn. Ef þeir vilja halda stjórnarsamstarfinu áfram, verða þeir að finna lausn á þeirri stöðu. Landsfundur flækir málin Þá flækir það stöðuna að vissu leyti að Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar um mánaðamótin febrúar-mars. Bjarni hefur látið í það skína að hann muni tilkynna í aðdraganda fundarins hvort hann hyggst bjóða sig fram til endurkjörs eða ekki. Það skýrir kannski lausaganginn á mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ef til vill eru farnir að horfa til formannsskipta í flokknum og víst er að í þeim efnum eru að minnsta þrír ráðherrar langt gengnir á þeirri pólitísku meðgöngu. Ólíklegt er að niðurstaða fáist um framtíð stjórnarsamstarfsins fyrr en á reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Skynsemin segir manni að oddvitar stjórnarflokkanna nýti helgina til að ráða saman ráðum sínum. Boða þarf til alþingiskosninga með 45 daga fyrirvara komi til þingrofs. Framboðslistar skulu liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum fyrir kosningar eftir að þing hefur verið rofið. Ríkisstjórnin yrði starfsstjórn um leið og boðað hefur verið til kosninga.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18 Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18
Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent