Ríkisstjórnin á hengiflugi Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2024 11:10 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjáfstæðisflokksins, að loknum skyndilegum þingflokksfundi sem boðaður var í Valhöll í gær. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ Það þýðir á mannamáli að leiða þurfi þau mál til lykta ef halda eigi stjórnarsamstarfinu áfram. Þar með er Vinstri grænum á vissan hátt stillt upp við vegg. Telja enga þörf á frekari breytingum Bæði Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður hafa ítrekað að þau telji enga þörf á að gera breytingar á útlendingalögunum. Enda hafi þeim síðast verið breytt undir lok vorþings. Svandís hefur hefur einnig sagt að hún telji að kjósa ætti næsta vor og landsfundur flokksins ályktaði í þá veru um síðustu helgi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur hrunið í könnunum að undanförnu og út frá því mætti ætla að enginn þeirra væri sérstaklega spenntur fyrir kosningum á þessari stundu. Verðbólga fer minnkandi og vaxtalækkunarferlið er hafið, sem gæti lyft fylgi stjórnarflokkanna á næstu mánuðum. Staðan er hins vegar sú eftir landsfund Vinstri grænna og skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar hafa á vissan hátt málað sig út í horn. Ef þeir vilja halda stjórnarsamstarfinu áfram, verða þeir að finna lausn á þeirri stöðu. Landsfundur flækir málin Þá flækir það stöðuna að vissu leyti að Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar um mánaðamótin febrúar-mars. Bjarni hefur látið í það skína að hann muni tilkynna í aðdraganda fundarins hvort hann hyggst bjóða sig fram til endurkjörs eða ekki. Það skýrir kannski lausaganginn á mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ef til vill eru farnir að horfa til formannsskipta í flokknum og víst er að í þeim efnum eru að minnsta þrír ráðherrar langt gengnir á þeirri pólitísku meðgöngu. Ólíklegt er að niðurstaða fáist um framtíð stjórnarsamstarfsins fyrr en á reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Skynsemin segir manni að oddvitar stjórnarflokkanna nýti helgina til að ráða saman ráðum sínum. Boða þarf til alþingiskosninga með 45 daga fyrirvara komi til þingrofs. Framboðslistar skulu liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum fyrir kosningar eftir að þing hefur verið rofið. Ríkisstjórnin yrði starfsstjórn um leið og boðað hefur verið til kosninga. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18 Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Það þýðir á mannamáli að leiða þurfi þau mál til lykta ef halda eigi stjórnarsamstarfinu áfram. Þar með er Vinstri grænum á vissan hátt stillt upp við vegg. Telja enga þörf á frekari breytingum Bæði Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður hafa ítrekað að þau telji enga þörf á að gera breytingar á útlendingalögunum. Enda hafi þeim síðast verið breytt undir lok vorþings. Svandís hefur hefur einnig sagt að hún telji að kjósa ætti næsta vor og landsfundur flokksins ályktaði í þá veru um síðustu helgi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur hrunið í könnunum að undanförnu og út frá því mætti ætla að enginn þeirra væri sérstaklega spenntur fyrir kosningum á þessari stundu. Verðbólga fer minnkandi og vaxtalækkunarferlið er hafið, sem gæti lyft fylgi stjórnarflokkanna á næstu mánuðum. Staðan er hins vegar sú eftir landsfund Vinstri grænna og skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar hafa á vissan hátt málað sig út í horn. Ef þeir vilja halda stjórnarsamstarfinu áfram, verða þeir að finna lausn á þeirri stöðu. Landsfundur flækir málin Þá flækir það stöðuna að vissu leyti að Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar um mánaðamótin febrúar-mars. Bjarni hefur látið í það skína að hann muni tilkynna í aðdraganda fundarins hvort hann hyggst bjóða sig fram til endurkjörs eða ekki. Það skýrir kannski lausaganginn á mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ef til vill eru farnir að horfa til formannsskipta í flokknum og víst er að í þeim efnum eru að minnsta þrír ráðherrar langt gengnir á þeirri pólitísku meðgöngu. Ólíklegt er að niðurstaða fáist um framtíð stjórnarsamstarfsins fyrr en á reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Skynsemin segir manni að oddvitar stjórnarflokkanna nýti helgina til að ráða saman ráðum sínum. Boða þarf til alþingiskosninga með 45 daga fyrirvara komi til þingrofs. Framboðslistar skulu liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum fyrir kosningar eftir að þing hefur verið rofið. Ríkisstjórnin yrði starfsstjórn um leið og boðað hefur verið til kosninga.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18 Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
„Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18
Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33