Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Vaktin: Ný ríkis­stjórn kynnt fyrir landanum

Ný ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar var kynnt Íslendingum í dag. Þá kynntu valkyrjurnar svokölluðu; Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarsáttmála þeirra og ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glæ­nýtt

Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin.

Innlent
Fréttamynd

„Nokkuð þægi­legt sam­tal um hver fái hvað“

Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt.

Innlent
Fréttamynd

Kynna ráðherraskipan í Hafnar­borg

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Skautun eða tví­hyggja?

Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Nýjustu tíðindi af við­ræðunum

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu kynna nýjan stjórnarsáttmála um helgina. Hann verður kynntur þingflokkum á morgun. Formennirnir þrír áætla að ein þeirra fari svo á fund forseta í kjölfarið til að staðfesta skipan ráðuneyta og þannig verði búið að mynda nýja ríkisstjórn um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Mögu­lega tíðindi fyrir jól

Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram í dag. Mögulega er búist við að formenn flokkanna kynni stjórnarsáttmála fyrir jól, jafnvel strax á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Lang­flestir vilja ríkis­stjórnina sem samið er um

Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að ráð­herrar verði eins og flóðhestar í baði

Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða.

Innlent
Fréttamynd

Segir eðli­legar skýringar á hæsta raforkuverðinu

Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sterkt sam­band for­manna gott vega­nesti

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda eftir hádegi áfram vinnu við að skrifa stjórnarsáttmála flokkanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segist enn bjartsýn á að það takist að mynda nýja ríkisstjórn fyrir áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Funduðu ekki um helgina eins og til stóð

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu ekki um helginu um stjórnarmyndun eins og til stóð. Þess í stað fóru þeir yfir stöðu mála hver í sínu lagi. Áfram verður fundað í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ó­næm fyrir oft ó­sann­gjarnri gagn­rýni

Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021.

Innlent
Fréttamynd

Stefna að því að byrja á stjórnarsátt­mála eftir helgi

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Þetta kom fram í máli þeirra þegar þær ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu í dag. Þar sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að viðræðum miðaði vel. Inga Sæland sagði slúður um ráðherra utanþings stórlega ýkt.

Innlent
Fréttamynd

Valkyrjurnar ræða við fjöl­miðla

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins ræða við fjölmiðla nú innan skamms, en þær hafa staðið í stjórnarmyndunarviðræðum frá kosningum. Vísir verður í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Grautfúl að tapa for­seta­kosningunum

Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum.

Innlent
Fréttamynd

Segir fréttir af pólitísku and­láti sínu stór­lega ýktar

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gefur lítið fyrir orðróm um að hann ætli að segja skilið við stjórnmálin. Jafnframt segist hann ekki ætla að fara að starfa hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Innlent