Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Líkir kosningaloforðum ríkistjórnarflokkanna við kjötloku án kjöts

Logi ræddi meðal annars um að það vantaði tillögur um hvernig bæta mætti menntamál sem og húsnæðismál en einnig kom fram gagnrýni á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar sem þingmanni finnst svipa mikið til þeirrar stefnu sem var við lýði hjá stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi verið að verki hægri sinnuð skatta- og veflerðapólitík.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtaka í málum Innness og Sælkeradreifingar gegn ríkinu

Fyrstu dómsmálin sem rekja má til ákvarðana nokkurra innflutningsfyrirtækja um að stefna ríkinu, og krefast endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða mál höfðuð af Innnes og Sælkeradreifingu en samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings

Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Segir ákvörðun forsætisráðherra lýsa valdhroka

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd

Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína.

Innlent
Fréttamynd

Vigdís Ósk aðstoðar Jón

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa með formennsku í fastanefndum

Ekki er tímabært að ræða formannaskiptingu í fastanefndum Alþingis að mati þingflokksformanns Pírata og formanns Samfylkingarinnar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki sé skylt að skipta formannsstólum jafnt á milli flokka.

Innlent