Maður í annarlegu ástandi sprautaði úr brunaslöngu á þingvörð í bílakjallara Alþingis Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 18:42 Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald. Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald.
Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira