Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 15:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann hefur ásamt flokksbræðrum sínum skeggrætt þriðja orkupakkann til hins ítrasta. Vísir/vilhelm Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira