Atkvæðagreiðsla um lengri þingfund tók þrjú korter Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 12:08 Ekki voru allir á eitt sáttir á þingi í morgun við tillögu forseta um að lengdan þingfund og vildu fá skýrari svör um það hvort til stæði að funda inn í nóttina. vísir/vilhelm Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27. Alþingi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27.
Alþingi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira