Hagnaður Samfylkingarinnar nam tæpum 27 milljónum Um er að ræða mikinn viðsnúning í rekstrinum en árið 2016 nam tap af rekstri Samfylkingarinnar 28 milljónir króna. Innlent 10. október 2018 11:14
Tjón fáist bætt vegna skýstróka Sjö þingmenn fimm þingflokka hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). Innlent 10. október 2018 08:00
Vill skoða lög og reglur um einangrunarvistun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra útilokar ekki breytingar á lögum og reglum um einangrunarvist og hefur kallað eftir upplýsingum frá lögreglu og embætti ríkislögmanns vegna þessa. Hún segir umhugsunarvert hvernig einangrunarvistun er beitt við rannsókn mála hér á landi. Innlent 9. október 2018 18:45
Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. Innlent 6. október 2018 00:18
Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Innlent 5. október 2018 16:32
Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. Innlent 5. október 2018 15:49
Gegn tvöföldu lögheimili barna Samband íslenskra sveitarfélaga leggst enn og aftur gegn því að börn geti haft lögheimili hjá báðum foreldrum sínum eftir sambandsslit foreldra. Innlent 4. október 2018 06:15
Erfingjar dánarbúa slá skiptum á frest í von um lægri skattgreiðslur Dæmi eru um að erfingjar dánarbúa telji að skattstofn erfðafjárskatts muni lækka um næstu áramót og óski því eftir því að skiptalokum verði frestað fram á næsta ár. Innlent 2. október 2018 07:00
Óttast fyrirvaraleysi í erlendum fjölmiðlum um „áróðursmeistarann“ og náinn vin Davíðs Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni. Innlent 1. október 2018 10:11
Kosinn nýr formaður VG í Reykjavík Steinar Harðarson var um helgina kosinn nýr formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík til eins árs. Innlent 1. október 2018 08:28
Segir stjórnmálamenn of hrædda við að taka umdeildar ákvarðanir Þá segir hann að marga stjórnmálamenn hafa séð tækifæri í hruninu til að þrýsta á inngöngu í ESB. Innlent 30. september 2018 13:00
Brynjar var ekki sérlega hrifinn af jómfrúarræðu Sigríðar Taldi dæmin sem Sigríður nefndi vond. Innlent 30. september 2018 12:20
Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Innlent 29. september 2018 19:45
Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Innlent 28. september 2018 19:52
Vg vill vita hvernig baklandið liggur Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna hvort félagar í Vg séu sáttir eða ekki. Innlent 28. september 2018 16:58
Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. Innlent 28. september 2018 12:19
Stjórnarmenn í RÚV hissa á orðum Lilju Varaformaður stjórnar RÚV segir að með því að færa samkeppnisrekstur félagsins í dótturfélög væri verið að bæta við báknið. RÚV gæti þannig fært út kvíarnar í samkeppnisrekstri við einkarekna fjölmiðla á ýmsum sviðum. Innlent 28. september 2018 07:00
Jafnlaunavottun fyrirtækja líklega frestað um 12 mánuði Jafnlaunavottun fyrirtækja, sem á að taka gildi um áramótin, verður að öllum líkindum frestað um eitt ár til að gefa fyrirtækjum ráðrúm til að klára sín mál. Jafnréttisstofa hefur ekkert eftirlitshlutverk með jafnlaunavottun fyrirtækja. Innlent 28. september 2018 06:00
Útilokar ekki að skýrsla Hannesar gefi tilefni til að ræða við Breta Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki að íslensk stjórnvöld taki upp þráðinn á nýju við Breta vegna framkomu breskra yfirvalda í garð Íslands í bankahruninu haustið 2008. Innlent 27. september 2018 12:08
Samfylkingin vill umbyltingu í þágu barna Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Innlent 27. september 2018 11:02
Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Innlent 27. september 2018 07:00
Samfylking vill 12 mánaða fæðingarorlof Lagt er til að sjálfstæður réttur hvers foreldris verði fimm mánuðir í stað þriggja nú. Innlent 27. september 2018 06:00
„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein” Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Innlent 26. september 2018 19:30
Efast um að íslensk ungmenni séu veikari á geði en gerist og gengur Páll Magnússon segir tvöfalt hærra hlutfall öryrkja ungt fólk en á hinum Norðurlöndunum. Innlent 26. september 2018 15:17
RÚV vinni að því að framfylgja lögum Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV nýverið bréf þar sem hvatt er til þess að allur samkeppnisrekstur RÚV verði settur í dótturfélög. Innlent 26. september 2018 08:30
Þingmenn sammála um nauðsyn aðgerða vegna ópíóða faraldurs Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Innlent 25. september 2018 20:14
Las yfir þingheimi í jómfrúarræðu sinni Sagðist ekki búast við hópuppsögn að henni lokinni. Innlent 25. september 2018 15:57
Ríkið beðið um aðstoð við að breyta sulli í gull í Árborg Fráveitumál í Árborg verða tekin í gegn á næstunni, ekki síst á Selfossi þar sem tveggja þrepa hreinistöð verður komið upp á bökkum Ölfusár. Innlent 25. september 2018 07:30
Rými í Leifsstöð verði boðin út Lagt hefur verið fram frumvarp þess efnis að Isavia ohf. og dótturfélag þess á Keflavíkurflugvelli hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í Leifsstöð. Viðskipti innlent 25. september 2018 07:30