Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2019 12:55 Fjármálaráðherra lýsti yfir furðu sinni á málflutningi Helgu Völu Helgadóttur hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar ábyrgðinni á stöðu spítalans til stjórnvalda. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun og sagði hvern starfsmanninn á fætur öðrum hafa komið fram í fjölmiðlum með neyðarkall til stjórnvalda um aðgerðir án tafar. „Yfir tvö hundruð einstaklingar leita á bráðamóttöku á sólarhring. Ekki er óalgengt aðþar séu á hverjum tíma um fimmtíu einstaklingar um þau þrjátíu og sex rúm sem þar eru,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir.visir/vilhelm„Á þessu ástandi ber hæstvirtur ráðherra ábyrgð og því spyr ég; hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að bregðast við núna.“Ekki á ábyrgð fjármálaráðherra Fjármálaráðherra lýsti furðu sinni á málflutningi þingmannsins hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. Í lögum um opinber fjármál væri kveðið á um hvar ábyrgðin á rekstri opinberra stofnanna lægi. „Við erum með stjórnendur á stofnunum sem eru í samtali við fagráðuneyti. Fjármálaráðuneytið er ekki þátttakandi í því samtali. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig háttvirtur þingmaður kemur hér upp í þingsal og segir; bráðadeild Landsspítalans er á ábyrgð fjármálaráðherrans eða fjármálaráðuneytisins,“ sagði Bjarni.„Tölum um ábyrgð“ Stjórnendum Landspítalans bæri að gera heilbrigðisráðuneytinu viðvart um stöðu mála og leggja til úrbætur. Samkvæmt lögum bæri fagráðuneytinu síðan að svara stofnununni innan tiltekisns frests. „Við ætlumst til þess að stjórnendur og fagráðuneyti taki á alvarlegum málum á borð við það sem hér er rætt. En menn fari ekki í einhverja pólitíska leiki hér í þingsal og vísi ábyrgðinni bara upp í fjármálaráðuneyti þegar svo þykir henta. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að við erum að hlusta á það sem starfsfólk á Landspítalanum er að segja,“ sagði fjármálaráðherra. „Tölum um ábyrgð. Endilega hæstvirtur ráðherra. Sem ekki vill gera samninga við hjúkrunarfræðinga. Þannig að það er verið að taka af núna vaktaálag á hjúkrunarfræðinga sem gerir það að verkum að það verður fráflæðisvandi, sem gerir það að verkum að bráðamóttaka Landspítalans lokast. Þetta er á ábyrgð ykkar, stjórnvalda,“ sagði Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar ábyrgðinni á stöðu spítalans til stjórnvalda. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun og sagði hvern starfsmanninn á fætur öðrum hafa komið fram í fjölmiðlum með neyðarkall til stjórnvalda um aðgerðir án tafar. „Yfir tvö hundruð einstaklingar leita á bráðamóttöku á sólarhring. Ekki er óalgengt aðþar séu á hverjum tíma um fimmtíu einstaklingar um þau þrjátíu og sex rúm sem þar eru,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir.visir/vilhelm„Á þessu ástandi ber hæstvirtur ráðherra ábyrgð og því spyr ég; hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að bregðast við núna.“Ekki á ábyrgð fjármálaráðherra Fjármálaráðherra lýsti furðu sinni á málflutningi þingmannsins hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. Í lögum um opinber fjármál væri kveðið á um hvar ábyrgðin á rekstri opinberra stofnanna lægi. „Við erum með stjórnendur á stofnunum sem eru í samtali við fagráðuneyti. Fjármálaráðuneytið er ekki þátttakandi í því samtali. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig háttvirtur þingmaður kemur hér upp í þingsal og segir; bráðadeild Landsspítalans er á ábyrgð fjármálaráðherrans eða fjármálaráðuneytisins,“ sagði Bjarni.„Tölum um ábyrgð“ Stjórnendum Landspítalans bæri að gera heilbrigðisráðuneytinu viðvart um stöðu mála og leggja til úrbætur. Samkvæmt lögum bæri fagráðuneytinu síðan að svara stofnununni innan tiltekisns frests. „Við ætlumst til þess að stjórnendur og fagráðuneyti taki á alvarlegum málum á borð við það sem hér er rætt. En menn fari ekki í einhverja pólitíska leiki hér í þingsal og vísi ábyrgðinni bara upp í fjármálaráðuneyti þegar svo þykir henta. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að við erum að hlusta á það sem starfsfólk á Landspítalanum er að segja,“ sagði fjármálaráðherra. „Tölum um ábyrgð. Endilega hæstvirtur ráðherra. Sem ekki vill gera samninga við hjúkrunarfræðinga. Þannig að það er verið að taka af núna vaktaálag á hjúkrunarfræðinga sem gerir það að verkum að það verður fráflæðisvandi, sem gerir það að verkum að bráðamóttaka Landspítalans lokast. Þetta er á ábyrgð ykkar, stjórnvalda,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43