Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2019 12:55 Fjármálaráðherra lýsti yfir furðu sinni á málflutningi Helgu Völu Helgadóttur hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar ábyrgðinni á stöðu spítalans til stjórnvalda. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun og sagði hvern starfsmanninn á fætur öðrum hafa komið fram í fjölmiðlum með neyðarkall til stjórnvalda um aðgerðir án tafar. „Yfir tvö hundruð einstaklingar leita á bráðamóttöku á sólarhring. Ekki er óalgengt aðþar séu á hverjum tíma um fimmtíu einstaklingar um þau þrjátíu og sex rúm sem þar eru,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir.visir/vilhelm„Á þessu ástandi ber hæstvirtur ráðherra ábyrgð og því spyr ég; hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að bregðast við núna.“Ekki á ábyrgð fjármálaráðherra Fjármálaráðherra lýsti furðu sinni á málflutningi þingmannsins hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. Í lögum um opinber fjármál væri kveðið á um hvar ábyrgðin á rekstri opinberra stofnanna lægi. „Við erum með stjórnendur á stofnunum sem eru í samtali við fagráðuneyti. Fjármálaráðuneytið er ekki þátttakandi í því samtali. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig háttvirtur þingmaður kemur hér upp í þingsal og segir; bráðadeild Landsspítalans er á ábyrgð fjármálaráðherrans eða fjármálaráðuneytisins,“ sagði Bjarni.„Tölum um ábyrgð“ Stjórnendum Landspítalans bæri að gera heilbrigðisráðuneytinu viðvart um stöðu mála og leggja til úrbætur. Samkvæmt lögum bæri fagráðuneytinu síðan að svara stofnununni innan tiltekisns frests. „Við ætlumst til þess að stjórnendur og fagráðuneyti taki á alvarlegum málum á borð við það sem hér er rætt. En menn fari ekki í einhverja pólitíska leiki hér í þingsal og vísi ábyrgðinni bara upp í fjármálaráðuneyti þegar svo þykir henta. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að við erum að hlusta á það sem starfsfólk á Landspítalanum er að segja,“ sagði fjármálaráðherra. „Tölum um ábyrgð. Endilega hæstvirtur ráðherra. Sem ekki vill gera samninga við hjúkrunarfræðinga. Þannig að það er verið að taka af núna vaktaálag á hjúkrunarfræðinga sem gerir það að verkum að það verður fráflæðisvandi, sem gerir það að verkum að bráðamóttaka Landspítalans lokast. Þetta er á ábyrgð ykkar, stjórnvalda,“ sagði Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar ábyrgðinni á stöðu spítalans til stjórnvalda. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun og sagði hvern starfsmanninn á fætur öðrum hafa komið fram í fjölmiðlum með neyðarkall til stjórnvalda um aðgerðir án tafar. „Yfir tvö hundruð einstaklingar leita á bráðamóttöku á sólarhring. Ekki er óalgengt aðþar séu á hverjum tíma um fimmtíu einstaklingar um þau þrjátíu og sex rúm sem þar eru,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir.visir/vilhelm„Á þessu ástandi ber hæstvirtur ráðherra ábyrgð og því spyr ég; hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að bregðast við núna.“Ekki á ábyrgð fjármálaráðherra Fjármálaráðherra lýsti furðu sinni á málflutningi þingmannsins hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. Í lögum um opinber fjármál væri kveðið á um hvar ábyrgðin á rekstri opinberra stofnanna lægi. „Við erum með stjórnendur á stofnunum sem eru í samtali við fagráðuneyti. Fjármálaráðuneytið er ekki þátttakandi í því samtali. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig háttvirtur þingmaður kemur hér upp í þingsal og segir; bráðadeild Landsspítalans er á ábyrgð fjármálaráðherrans eða fjármálaráðuneytisins,“ sagði Bjarni.„Tölum um ábyrgð“ Stjórnendum Landspítalans bæri að gera heilbrigðisráðuneytinu viðvart um stöðu mála og leggja til úrbætur. Samkvæmt lögum bæri fagráðuneytinu síðan að svara stofnununni innan tiltekisns frests. „Við ætlumst til þess að stjórnendur og fagráðuneyti taki á alvarlegum málum á borð við það sem hér er rætt. En menn fari ekki í einhverja pólitíska leiki hér í þingsal og vísi ábyrgðinni bara upp í fjármálaráðuneyti þegar svo þykir henta. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að við erum að hlusta á það sem starfsfólk á Landspítalanum er að segja,“ sagði fjármálaráðherra. „Tölum um ábyrgð. Endilega hæstvirtur ráðherra. Sem ekki vill gera samninga við hjúkrunarfræðinga. Þannig að það er verið að taka af núna vaktaálag á hjúkrunarfræðinga sem gerir það að verkum að það verður fráflæðisvandi, sem gerir það að verkum að bráðamóttaka Landspítalans lokast. Þetta er á ábyrgð ykkar, stjórnvalda,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43