Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 15:44 Áslaug Arna ræðir við fjölmiðla við stjórnarráðið í morgun. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu en tilefnið er vantraustyfirlýsing lögreglustjóra og Landssambands lögreglumanna á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra í gær og sagði embættið óstarfhæft. Landsamband lögreglumanna tók í sama streng og vilja að Haraldur stígi til hliðar. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu í 1998. „Ég held að þetta sé fordæmalaus staða og ég held að það segi sitt að jafn háttsettir og grandvarðir embættismenn og raun ber vitni eru að leggja fram vantrauststillögu, ég held að þetta hljóti að vera örþrifaráð og segja sína sögu um að mikið hljóti að hafa gengið á fram að þessu til þess að þetta sé niðurstaðan,“ segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÞórhildur Sunna segir stöðuna grafalvarlega og lýsir undran sinni yfir því hve vægt dómsmálaráðherra hafi tekið til orða í samtali við fjölmiðla í morgun varðandi vantraustsyfirlýsinguna. Fullt tilefni sé til þess að ráðherra komi fyrir nefndina og svari spurningum nefndarmanna um þá stöðu sem upp er komin. „Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna við fjölmiðla í morgun. Haraldur hefði ekki ljáð máls á því að stíga til hliðar og hann yrði áfram ríkislögreglustjóri. Niðurstöðu vinnu í ráðuneytinu væri að vænta innan nokkurra vikna. Þá vildi Áslaug ekki upplýsa hvað fór fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. „Það kom mér á óvart að hún tæki ekki sterkar til orða þegar kom að þessum vantraustsyfirlýsingum. Hún talar um að lögreglan verði að starfa þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar og boðar skipulagsbreytingar og fundar með ríkislögreglustjóra en gefur ekki til kynna hvert hennar álit er á þessum vantraustsyfirlýsingum eða hvað eigi að gera í kjölfarið á þeim,“ segir Þórhildur Sunna.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu en tilefnið er vantraustyfirlýsing lögreglustjóra og Landssambands lögreglumanna á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra í gær og sagði embættið óstarfhæft. Landsamband lögreglumanna tók í sama streng og vilja að Haraldur stígi til hliðar. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu í 1998. „Ég held að þetta sé fordæmalaus staða og ég held að það segi sitt að jafn háttsettir og grandvarðir embættismenn og raun ber vitni eru að leggja fram vantrauststillögu, ég held að þetta hljóti að vera örþrifaráð og segja sína sögu um að mikið hljóti að hafa gengið á fram að þessu til þess að þetta sé niðurstaðan,“ segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÞórhildur Sunna segir stöðuna grafalvarlega og lýsir undran sinni yfir því hve vægt dómsmálaráðherra hafi tekið til orða í samtali við fjölmiðla í morgun varðandi vantraustsyfirlýsinguna. Fullt tilefni sé til þess að ráðherra komi fyrir nefndina og svari spurningum nefndarmanna um þá stöðu sem upp er komin. „Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna við fjölmiðla í morgun. Haraldur hefði ekki ljáð máls á því að stíga til hliðar og hann yrði áfram ríkislögreglustjóri. Niðurstöðu vinnu í ráðuneytinu væri að vænta innan nokkurra vikna. Þá vildi Áslaug ekki upplýsa hvað fór fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. „Það kom mér á óvart að hún tæki ekki sterkar til orða þegar kom að þessum vantraustsyfirlýsingum. Hún talar um að lögreglan verði að starfa þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar og boðar skipulagsbreytingar og fundar með ríkislögreglustjóra en gefur ekki til kynna hvert hennar álit er á þessum vantraustsyfirlýsingum eða hvað eigi að gera í kjölfarið á þeim,“ segir Þórhildur Sunna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45