Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Nefndin mun ekkert aðhafast

Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega.

Innlent
Fréttamynd

Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins

Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann.

Innlent
Fréttamynd

Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr

Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang

Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem allar áætlanir byggjast á.

Innlent