Breytingar geta oft verið mjög góðar
Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli fullur sjálfsöryggis eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa.