Lögreglan - Sérsveitin

Í lokaþætti Lögreglunnar á Stöð 2 verður fjallað um sérsveit Ríkislögreglustjóra. Sjónvarpsáhorfendur hafa aldrei áður fengið að kynnast störfum sveitarinnar í jafn mikilli nálægð og í þættinum sem sýndur verður á Sunnudaginn. Miklar kröfur eru gerðar til manna í sveitinni endur hefur hún á að skipa þrautþjálfuðum lögreglumönnum sem eru tilbúnir að glíma við hvaða mál sem er. Í þættinum verður fylgst með störfum sérsveitar og æfingum hennar. Eftirminnileg mál eru rifjuð upp og sérsveitarmenn teknir tali. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20:45 á sunnudagskvöld.

8469
00:47

Vinsælt í flokknum Stöð 2