Lag Pollapönkara sungið á táknmáli
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að Pollapönkarar taka þátt á úrslitakvöldi söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva á morgun. Nemendur í þriðja bekk í Rimaskóla tóku forskot á sæluna í dag og sungu lagið góða, Enga fordóma, á táknmáli. Þau höfðu einnig samið dans við lagið byggðan á táknmáli sem þau hafa æft undanfarnar tvær vikurnar.