Grindvíkingar snúa heim
Grindvíkingar sem hafa gert svokallaðan hollvinasamning fá að gista og dvelja í húsum sínum í sumar. Vonir eru sagðar standa til þess að hægt sé að endurvekja byggð í bænum og með þessu á að auka líkur á því að fólk flytji aftur heim.