Frú Vigdís fagnar 95 árum
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnar í dag 95 ára afmæli sínu. Af því tilefni var gefin út bókin Frönsk framúrstefna; Sartre, Genet, Tardieu en í bókinni má finna þýðingar Vigdísar á leikritunum Læstar dyr, Vinnukonurnar og Ég er kominn til að fá upplýsingar.