Þrýstingur á Rússa eyskt

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Lundúnum til að ræða við forsætisráðherra Breta um hernaðaraðstoð við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári. Selenskí hitti Karl Bretakonung í dag, en hélt síðar á fund Keir Starmer forsætisráðherra sem bauð honum í heimsókn. Selenskí ræddi við fleiri leiðtoga Evrópuríkja, augliti til auglitis og í gegnum fjarfundabúnað. Viðræðurnar voru liður í því að auka enn frekar þrýsting á Rússa um að ganga til friðarviðræðna af heilindum. Rússar misstu á dögunum nokkuð veigamikinn spón úr aski sínum, þegar Bandaríkin lögðu refsiaðgerðir á tvö stærstu olíufélög landsins.

21
01:28

Vinsælt í flokknum Fréttir