Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð
Minnst þrír voru drepnir og tíu særðust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í nótt. Meðal hinna látnu er fimm ára barn. Íbúar í Kænugarði sem fréttastofa AP ræddi við í dag höfðu litla trú á friðarviðræðum við Rússa. Sendinefnd Úkraínu fundaði í dag með Bandaríkjunum í Sádi-Arabíu.