Handbolti

„Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn í Boxen í morgun.
Snorri Steinn í Boxen í morgun. vísir/vilhelm

Þau voru þung skrefin hjá Snorra Steini Guðjónssyni landsliðsþjálfara í Boxen í morgun. Eðlilega enn svekktur eftir tapið í gær og svo var ekki mikill tími fyrir svefn þar sem fjölmiðlahittingurinn var snemma í morgun.

„Mér líður ekkert spes enn þá en gefum þessu klukkutíma. Ég fékk svo aðstoð frá lækninum með svefninn,“ sagði Snorri Steinn en þessi hittingur í dag er eitt af mörgu sem hefur verið gagnrýnt í skipulagi EHF síðustu daga.

Klippa: Snorri ræðir EHF og bronsleikinn

„Þetta lá fyrir áður en mótið hófst. Stendur þar í einhverjum helvítis bæklingi og ekkert við þessu að gera. Við getum ekki kvartað yfir því og þurfum að sinna þessu eins og öðru.“

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfara Króatíu, hefur farið mikinn í sinni gagnrýni á EHF og það hefur þegar skilað því að farið verður í breytingar fyrir næsta EM. Snorri er sammála gagnrýni Dags á EHF.

„Ég er sammála öllu því sem Dagur hefur sagt en ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið,“ sagði Snorri Steinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×