Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. janúar 2026 10:26 Ekki tókst að útvega miða fyrir alla fjölskyldumeðlimi leikmanna. vísir / vilhelm Jón Halldórsson formaður HSÍ segir það ótrúlega leiðinlegt hversu fáir fengu miða á úrslitahelgina á EM í handbolta. Fjölskyldumeðlimir leikmanna munu þurfa að sitja heima og Sérsveitin verður ekki á svæðinu. HSÍ hefði getað tekið frá miða með lengri fyrirvara en fjárhagurinn leyfir það ekki. „Þetta er bara ótrúlega leiðinlegt. Við erum búnir að vera í alla nótt að hafa samband við allt og alla. Því miður er fyrirkomulagið þannig hjá EHF að það eru bara hundrað miðar á lið, fyrir þessi fjögur lið sem fara inn í úrslitakeppnina. Svo náðum við í einhverja fimmtíu auka miða. Það er það eina sem við höfum yfir að ráða.“ Fjölskyldur, starfsfólk og styrktaraðilar en engin Sérsveit Um 150 miðar eru fljótir að fara þegar þeim er dreift út. Fjölskyldur leikmanna, starfsfólk HSÍ, styrktaraðilar og fleiri gera tilkall. Ekki allir nánustu fjölskyldumeðlimir leikmanna fá miða. „Flestir miðar fara í fjölskyldur leikmanna en við náðum ekki einu sinni að láta leikmenn fá miða fyrir alla sína fjölskyldu meðlimi. Svo eru það allir sem standa að þessu hérna, það er starfsfólk HSÍ og eitthvað af okkar helstu styrktaraðilum [sem fá miða.] Því miður verður það þannig að við verðum bara eitt prósent af áhorfendum [í 15 þúsund manna höllinni í Herning í Danmörku.]“ Einhverjir Íslendingar hafa þó útvegað sér miða með öðrum leiðum, eða áður en ljóst var að Ísland kæmist áfram. „Ég veit að séra Guðni, hann er miða, einn okkar helsti stuðningsmaður. Við verðum bara að hópast saman í Herning og gera það sem við getum. Svo eins og við sögðum í fréttatilkynningunni þá hvetjum við þjóðina til að senda sterka strauma. Strákarnir eru allir meðvitaðir um þetta og þeir eru leiðir yfir því að fá ekki fleiri Íslendinga í höllina, en það er bara ekkert við þessu að gera, því miður.“ Þá verða engir meðlimir Sérsveitarinnar, stuðningsmannasveitar íslenska landsliðsins, á svæðinu. Nema þeir hafi einhverjir reddað sér miða með öðrum hætti. „Það er það sem við erum að glíma við. Við erum bara ekki með miða fyrir alla. Við erum samt, eins og ég segi, með alla anga úti. Það getur verið að það verði einhverjir miðar í boði, en það væri þá teljandi á fingrum annarrar handar. Við erum ótrúlega leið yfir þessu en á sama tíma erum við að reyna að setja fókus á verkefnið sjálft sem skiptir mestu máli.“ Hefðu getað tekið frá miða en fjárhagurinn leyfir það ekki HSÍ hefði þó getað, með nokkurra mánaða fyrirvara, tekið frá miða fyrir stuðningsmenn Íslands. Þá er kostnaður lagður út og HSÍ eignast miðana en getur sett þá í sölu síðar meir, hvort sem það væri til íslenskra stuðningsmanna ef Ísland kemst áfram eða annarra stuðningsmanna ef Ísland hefði ekki komist áfram. Áhættan er auðvitað að Ísland komist ekki áfram og HSÍ takist ekki að selja alla miðana til annarra þjóða, en sambandið hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af því í þessu tilfelli. Sjá einnig: „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Svipaðar aðstæður komu upp á HM hjá stelpunum okkar í Þýskalandi fyrir áramót. Þá tók HSÍ ekki frá nóg af miðum fyrir alla fjölskyldumeðlimi leikmanna. „Staðan hjá okkur í Handknattleikssambandinu er bara þannig, eins og ég hef oft komið að, fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða tíu mánuðum fyrir mót. Sitja með þá, bíða og vona, og kannski ekki losna við þá. Ekki það, við hefðum alltaf losnað við þá núna.“ „Það sem gerðist í desember [á HM kvenna] var að við lentum í riðli með Þjóðverjum, heimaþjóðinni, og það var eini riðillinn sem var uppselt á. En þá náðum við samt að fara út og redda miðum, það gekk betur en er búið að ganga núna.“ EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Sjá meira
„Þetta er bara ótrúlega leiðinlegt. Við erum búnir að vera í alla nótt að hafa samband við allt og alla. Því miður er fyrirkomulagið þannig hjá EHF að það eru bara hundrað miðar á lið, fyrir þessi fjögur lið sem fara inn í úrslitakeppnina. Svo náðum við í einhverja fimmtíu auka miða. Það er það eina sem við höfum yfir að ráða.“ Fjölskyldur, starfsfólk og styrktaraðilar en engin Sérsveit Um 150 miðar eru fljótir að fara þegar þeim er dreift út. Fjölskyldur leikmanna, starfsfólk HSÍ, styrktaraðilar og fleiri gera tilkall. Ekki allir nánustu fjölskyldumeðlimir leikmanna fá miða. „Flestir miðar fara í fjölskyldur leikmanna en við náðum ekki einu sinni að láta leikmenn fá miða fyrir alla sína fjölskyldu meðlimi. Svo eru það allir sem standa að þessu hérna, það er starfsfólk HSÍ og eitthvað af okkar helstu styrktaraðilum [sem fá miða.] Því miður verður það þannig að við verðum bara eitt prósent af áhorfendum [í 15 þúsund manna höllinni í Herning í Danmörku.]“ Einhverjir Íslendingar hafa þó útvegað sér miða með öðrum leiðum, eða áður en ljóst var að Ísland kæmist áfram. „Ég veit að séra Guðni, hann er miða, einn okkar helsti stuðningsmaður. Við verðum bara að hópast saman í Herning og gera það sem við getum. Svo eins og við sögðum í fréttatilkynningunni þá hvetjum við þjóðina til að senda sterka strauma. Strákarnir eru allir meðvitaðir um þetta og þeir eru leiðir yfir því að fá ekki fleiri Íslendinga í höllina, en það er bara ekkert við þessu að gera, því miður.“ Þá verða engir meðlimir Sérsveitarinnar, stuðningsmannasveitar íslenska landsliðsins, á svæðinu. Nema þeir hafi einhverjir reddað sér miða með öðrum hætti. „Það er það sem við erum að glíma við. Við erum bara ekki með miða fyrir alla. Við erum samt, eins og ég segi, með alla anga úti. Það getur verið að það verði einhverjir miðar í boði, en það væri þá teljandi á fingrum annarrar handar. Við erum ótrúlega leið yfir þessu en á sama tíma erum við að reyna að setja fókus á verkefnið sjálft sem skiptir mestu máli.“ Hefðu getað tekið frá miða en fjárhagurinn leyfir það ekki HSÍ hefði þó getað, með nokkurra mánaða fyrirvara, tekið frá miða fyrir stuðningsmenn Íslands. Þá er kostnaður lagður út og HSÍ eignast miðana en getur sett þá í sölu síðar meir, hvort sem það væri til íslenskra stuðningsmanna ef Ísland kemst áfram eða annarra stuðningsmanna ef Ísland hefði ekki komist áfram. Áhættan er auðvitað að Ísland komist ekki áfram og HSÍ takist ekki að selja alla miðana til annarra þjóða, en sambandið hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af því í þessu tilfelli. Sjá einnig: „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Svipaðar aðstæður komu upp á HM hjá stelpunum okkar í Þýskalandi fyrir áramót. Þá tók HSÍ ekki frá nóg af miðum fyrir alla fjölskyldumeðlimi leikmanna. „Staðan hjá okkur í Handknattleikssambandinu er bara þannig, eins og ég hef oft komið að, fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða tíu mánuðum fyrir mót. Sitja með þá, bíða og vona, og kannski ekki losna við þá. Ekki það, við hefðum alltaf losnað við þá núna.“ „Það sem gerðist í desember [á HM kvenna] var að við lentum í riðli með Þjóðverjum, heimaþjóðinni, og það var eini riðillinn sem var uppselt á. En þá náðum við samt að fara út og redda miðum, það gekk betur en er búið að ganga núna.“
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti