Handbolti

Far­seðill á næsta stór­mót í höfn

Sindri Sverrisson skrifar
Strákarnir okkar eiga áfram fast sæti á stórmótum og hafa átt frá og með EM 2010.
Strákarnir okkar eiga áfram fast sæti á stórmótum og hafa átt frá og með EM 2010. VÍSIR/VILHELM

Um leið og strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu tryggðu sig inn í undanúrslit á EM fengu þeir einnig farseðil inn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Þýskalandi að ári.

Ísland er í hópi sex Evrópuþjóða sem nú þegar hafa tryggt sig inn á HM og sleppa við að spila umspilsleiki í vor.

Gestgjafar Þýskalands og heimsmeistarar Danmerkur höfðu þegar hlotið HM-sæti og þar sem að bæði þessi lið eru komin í undanúrslit, ásamt Íslandi og Króatíu, þá eru liðin í 5. og 6. sæti einnig örugg um HM-farseðil.

Þetta þýðir að Danmörk, Þýskaland, Króatía, Ísland, Portúgal og Svíþjóð eru komin inn á HM. Raunar er þegar búið að raða Þýskalandi í A-riðil mótsins í München og Danmörku í G-riðilinn í Kiel.

HM í Þýskalandi verður níunda heimsmeistaramót Íslands í röð eða frá því að liðið missti af sæti á HM í Króatíu árið 2009, á milli silfursins á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaunanna á EM í Austurríki 2010. Mótið í Austurríki var það síðasta hingað til þar sem Ísland kemst í undanúrslit og árangurinn sá besti sem liðið hefur náð á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×