Handbolti

„Það þarf heppni og það þarf gæði“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elliði Snær átti stórleik og skoraði átta mörk fyrir Ísland.
Elliði Snær átti stórleik og skoraði átta mörk fyrir Ísland. vísir

„Það þarf heppni og það þarf gæði, við erum búnir að vera með bæði í þessu móti og ætlum að nýta tækifærið“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir sigur Íslands gegn Slóveníu.

Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit EM í fyrsta sinn síðan 2010 eftir mikið hark.

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og þakklátur. Við fáum auka orku núna, það var lítil pása í gær en rosaleg orkuinnspýting í gær þegar við sáum hvernig hinir leikirnir fóru. Allt í einu fór maður úr því að líða mjög illa líkamlega yfir í að líða bara ágætlega. Það hjálpar og það hjálpar líka að vinna í dag. Við fáum einn dag í hvíld og svo þurfum við bara að halda áfram að gera það sem við gerum best.“

Óvíst er hverjum Ísland mun mæta í undanúrslitunum en sama hver andstæðingurinn verður er markmiðið það sama hjá strákunum okkar.

„Klárlega [er stefnan sett á úrslitaleikinn]. Við bara sjáum hvaða lið við fáum, svo förum við strax að undirbúa okkur“ sagði Elliði.

Klippa: Elliði Snær með dass af heppni og dass af gæðum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×