Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2026 11:15 Ef þú endilega telur nauðsynlegt að fara á fyllerí mæli ég með því að taka lífinu eins rólega og hægt er, helst að vera með hjálm til að draga úr líkum á höfuðáverkum, segir Hjalti Már bráðalæknir meðal annars í pistli sínum. Matt Cardy/Getty Images Hjalti Már Björnsson bráðalæknir ritar pistil á Vísi þar sem hann lýsir þeim hörmungum sem áfengisneysla hefur leitt yfir mannskepnuna. „Í starfi mínu sem læknir á bráðamóttökum síðan á síðustu öld sé ég á hverjum degi skuggahliðar áfengisneyslu. Nýlega gerði ég óformlega könnun þar sem læknar og hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala voru beðin um að áætla hversu oft þau teldu að áfengi væri undirliggjandi orsakavaldur þess að einstaklingar leiti á bráðamóttöku,“ segir Hjalti Már meðal annars í pistli sínum. Reyndist mat þeirra vera að í fimmta hverju tilviki sem einstaklingur kemur á bráðamóttöku sé áfengi undirliggjandi orsök. Áfengi lífrænt leysiefni Og Hjalti heldur áfram. Þegar spurt var sérstaklega um komur vegna geðrænna einkenna töldu læknar og hjúkrunarfræðingar bráðamóttökunnar áfengi hafa valdið helmingi af öllum komum. Staðfestir þetta enn og aftur hve miklu tjóni áfengisnotkun veldur á heilsu þjóðarinnar. Pistill Hjalta Más heitir „Fyllerí eru hættuleg“ en segir hann áfengi lífrænt leysiefni, efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni. Þrátt fyrir að áfengi sé eitrað hafi neysla þess hingað til verið merkilega útbreidd í samfélagi okkar. Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, hefur sagt áfengi eitthvert öflugasta eiturlyf sem fyrir finnst og vandséð er að það væri hreinlega leyft í dag. Drykkjuboltar ættu að vera með hjálm Hjalti Már segir að meinlítið sé að nota áfengi í hófi en það sé sannarlega ekki skaðlaust. „Að nota áfengi í óhófi, að fara á svokallað „fyllerí“, er hins vegar hættuleg iðja. Hugsaðu þig aðeins um, hvað þekkir þú persónulega einstaklinga sem hafa dottið og slasast á fylleríi? Hvað veistu um marga sem hafa orðið fyrir ofbeldi, eða jafnvel beitt ofbeldi tengdu áfengisnotkun? Kannast þú ekki við einhvern sem hefur fundið fyrir alvarlegum kvíða eða þunglyndi í kjölfar mikillar áfengisdrykkju?“ Hjalti Már mælir sterklega gegn því að áfengi sé drukkið í svo miklu magni að ölvun hljótist af. „Ef þú endilega telur nauðsynlegt að fara á fyllerí mæli ég með því að taka lífinu eins rólega og hægt er, helst að vera með hjálm til að draga úr líkum á höfuðáverkum.“ Hjalti lýkur snörpum pistli sínum á að segja hið forkveðna að öl sé böl. Áfengi Landspítalinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
„Í starfi mínu sem læknir á bráðamóttökum síðan á síðustu öld sé ég á hverjum degi skuggahliðar áfengisneyslu. Nýlega gerði ég óformlega könnun þar sem læknar og hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala voru beðin um að áætla hversu oft þau teldu að áfengi væri undirliggjandi orsakavaldur þess að einstaklingar leiti á bráðamóttöku,“ segir Hjalti Már meðal annars í pistli sínum. Reyndist mat þeirra vera að í fimmta hverju tilviki sem einstaklingur kemur á bráðamóttöku sé áfengi undirliggjandi orsök. Áfengi lífrænt leysiefni Og Hjalti heldur áfram. Þegar spurt var sérstaklega um komur vegna geðrænna einkenna töldu læknar og hjúkrunarfræðingar bráðamóttökunnar áfengi hafa valdið helmingi af öllum komum. Staðfestir þetta enn og aftur hve miklu tjóni áfengisnotkun veldur á heilsu þjóðarinnar. Pistill Hjalta Más heitir „Fyllerí eru hættuleg“ en segir hann áfengi lífrænt leysiefni, efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni. Þrátt fyrir að áfengi sé eitrað hafi neysla þess hingað til verið merkilega útbreidd í samfélagi okkar. Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, hefur sagt áfengi eitthvert öflugasta eiturlyf sem fyrir finnst og vandséð er að það væri hreinlega leyft í dag. Drykkjuboltar ættu að vera með hjálm Hjalti Már segir að meinlítið sé að nota áfengi í hófi en það sé sannarlega ekki skaðlaust. „Að nota áfengi í óhófi, að fara á svokallað „fyllerí“, er hins vegar hættuleg iðja. Hugsaðu þig aðeins um, hvað þekkir þú persónulega einstaklinga sem hafa dottið og slasast á fylleríi? Hvað veistu um marga sem hafa orðið fyrir ofbeldi, eða jafnvel beitt ofbeldi tengdu áfengisnotkun? Kannast þú ekki við einhvern sem hefur fundið fyrir alvarlegum kvíða eða þunglyndi í kjölfar mikillar áfengisdrykkju?“ Hjalti Már mælir sterklega gegn því að áfengi sé drukkið í svo miklu magni að ölvun hljótist af. „Ef þú endilega telur nauðsynlegt að fara á fyllerí mæli ég með því að taka lífinu eins rólega og hægt er, helst að vera með hjálm til að draga úr líkum á höfuðáverkum.“ Hjalti lýkur snörpum pistli sínum á að segja hið forkveðna að öl sé böl.
Áfengi Landspítalinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira