Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar 28. janúar 2026 10:18 Áfengi er lífrænt leysiefni, efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni. Þrátt fyrir að áfengi sé eitrað hefur neysla þess hingað til verið merkilega útbreidd í samfélagi okkar. Víða hefur því verið haldið fram að hófleg neysla áfengis sé skaðlaus eða jafnvel beinlínis heilsubætandi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa hins vegar staðfest að öll notkun áfengis er heilsuspillandi, eykur tíðni krabbameina og annarra sjúkdóma og styttir líf. Skaðsemi áfengis virðist vera í beinu hlutfalli við drykkjuna. Þannig er sennilega meinlítið að nota áfengi í hófi, en sannarlega ekki skaðlaust. Að nota áfengi í óhófi, að fara á svo kallað „fyllerí“, er hins vegar hættuleg iðja. Hugsaðu þig aðeins um, hvað þekkir þú persónulega einstaklinga sem hafa dottið og slasast á fylleríi? Hvað veistu um marga sem hafa orðið fyrir ofbeldi, eða jafnvel beitt ofbeldi tengt áfengisnotkun? Kannast þú ekki við einhvern sem hefur fundið fyrir alvarlegum kvíða eða þunglyndi í kjölfar mikillar áfengisdrykkju? Því mæli ég sterklega gegn því að drekka áfengi í það miklu magni að mikil ölvun hljótist af. Ef þú endilega telur nauðsynlegt að fara á fyllerí mæli ég með því að taka lífinu eins rólega og hægt er, helst að vera með hjálm til að draga úr líkum á höfuðáverkum. Í starfi mínu sem læknir á bráðamóttökum síðan á síðustu öld sé ég á hverjum degi skuggahliðar áfengisneyslu. Nýlega gerði ég óformlega könnun þar sem læknar og hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala voru beðin um að áætla hversu oft þau teldu að áfengi væri undirliggjandi orsakavaldur þess að einstaklingar leita á bráðamóttöku. Reyndist mat þeirra vera að í fimmta hverju tilviki sem einstaklingur kemur á bráðamóttöku sé áfengi undirliggjandi orsök. Þegar spurt var sérstaklega um komur vegna geðrænna einkenna töldu læknar og hjúkrunarfræðingar bráðamóttökunnar áfengi hafa valdið helmingi af öllum komum. Staðfestir þetta enn og aftur hve miklu tjóni áfengisnotkun veldur á heilsu þjóðarinnar. Sem betur fer virðast sífellt fleiri átta sig á því að ekkert vit er í að drekka frá sér ráð og rænu. Heilsa og hamingja fæst með heilbrigðum lífsstíl, ekki með því að drekka áfengi. Öl er böl. Höfundur er bráðalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Áfengi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áfengi er lífrænt leysiefni, efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni. Þrátt fyrir að áfengi sé eitrað hefur neysla þess hingað til verið merkilega útbreidd í samfélagi okkar. Víða hefur því verið haldið fram að hófleg neysla áfengis sé skaðlaus eða jafnvel beinlínis heilsubætandi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa hins vegar staðfest að öll notkun áfengis er heilsuspillandi, eykur tíðni krabbameina og annarra sjúkdóma og styttir líf. Skaðsemi áfengis virðist vera í beinu hlutfalli við drykkjuna. Þannig er sennilega meinlítið að nota áfengi í hófi, en sannarlega ekki skaðlaust. Að nota áfengi í óhófi, að fara á svo kallað „fyllerí“, er hins vegar hættuleg iðja. Hugsaðu þig aðeins um, hvað þekkir þú persónulega einstaklinga sem hafa dottið og slasast á fylleríi? Hvað veistu um marga sem hafa orðið fyrir ofbeldi, eða jafnvel beitt ofbeldi tengt áfengisnotkun? Kannast þú ekki við einhvern sem hefur fundið fyrir alvarlegum kvíða eða þunglyndi í kjölfar mikillar áfengisdrykkju? Því mæli ég sterklega gegn því að drekka áfengi í það miklu magni að mikil ölvun hljótist af. Ef þú endilega telur nauðsynlegt að fara á fyllerí mæli ég með því að taka lífinu eins rólega og hægt er, helst að vera með hjálm til að draga úr líkum á höfuðáverkum. Í starfi mínu sem læknir á bráðamóttökum síðan á síðustu öld sé ég á hverjum degi skuggahliðar áfengisneyslu. Nýlega gerði ég óformlega könnun þar sem læknar og hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala voru beðin um að áætla hversu oft þau teldu að áfengi væri undirliggjandi orsakavaldur þess að einstaklingar leita á bráðamóttöku. Reyndist mat þeirra vera að í fimmta hverju tilviki sem einstaklingur kemur á bráðamóttöku sé áfengi undirliggjandi orsök. Þegar spurt var sérstaklega um komur vegna geðrænna einkenna töldu læknar og hjúkrunarfræðingar bráðamóttökunnar áfengi hafa valdið helmingi af öllum komum. Staðfestir þetta enn og aftur hve miklu tjóni áfengisnotkun veldur á heilsu þjóðarinnar. Sem betur fer virðast sífellt fleiri átta sig á því að ekkert vit er í að drekka frá sér ráð og rænu. Heilsa og hamingja fæst með heilbrigðum lífsstíl, ekki með því að drekka áfengi. Öl er böl. Höfundur er bráðalæknir.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun