Handbolti

Viggó í hópnum gegn Sviss

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viggó stóðst próf læknateymis Íslands og er í hópnum í dag.
Viggó stóðst próf læknateymis Íslands og er í hópnum í dag. VÍSIR/VILHELM

Leikmannahópur Íslands er óbreyttur fyrir leik dagsins við Sviss. Viggó Kristjánsson er í hópnum þrátt fyrir að hafa meiðst gegn Svíþjóð í fyrradag.

Leikmannahópur Íslands er óbreyttur, líkt og hann hefur verið frá því að Elvar Örn Jónsson hrökk úr lestinni eftir leik Íslands og Ungverjalands í Kristianstad.

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, sagði í gær að staðan yrði tekin á Viggó Kristjánssyni í dag vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir eftir stjörnuframmistöðu gegn Svíum.

Viggó virðist hafa staðist prófið og er í leikmannahópi Íslands. Þorsteinn Leó Gunnarsson er þá einnig áfram í leikmannahópnum en hans framlag í síðustu tveimur leikjum hefur takmarkast við eitt neyðarskot í hvorum leik fyrir sig.

Andri Már Rúnarsson er því enn utan hóps.

Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 14:30 og er lýst beint á Vísi hér. Að neðan má sjá leikmannahóp dagsins.

  • Markmenn
  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (292/26)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (80/2)


  • Aðrir leikmenn
  • Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (112/119)
  • Bjarki Már Elísson, Veszprém (133/438)
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg (30/7)
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (69/149)
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (80/190)
  • Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (52/73)
  • Janus Daði Smárason, Pick Szeged (105/193)
  • Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (37/123)
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (63/197)
  • Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (99/368)
  • Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (53/47)
  • Viggó Kristjánsson, Erlangen (78/239)
  • Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (113/48)
  • Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (21/39)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×