Handbolti

Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óðinn Þor haggaðist ekki þrátt fyrir pressuna frá Bjarka.
Óðinn Þor haggaðist ekki þrátt fyrir pressuna frá Bjarka. vísir/vilhelm

Þegar gengur vel þá er meira gaman en venjulega. Það mátti svo sannarlega sjá hjá strákunum okkar í Malmö Arena í gær.

Er ofanritaður var að hefja viðtal við Óðin Þór Ríkharðsson stillti Bjarki Már Elísson sér upp við hliðina á honum og starði á hann í von um að koma Óðni úr jafnvægi.

Klippa: Óðinn og Bjarki brugðu á leik

„Þetta er bara þægilegt. Æðislegt. Eftir alla píluna sem við erum búnir að spila á hann að vita að ég er góður undir pressu,“ sagði Óðinn ákveðinn og lét sér hvergi bregða.

Óðinn þekkir betur til svissneska liðsins en aðrir í hópnum enda verið leikmaður Kadetten Schaffhausen í Sviss til nokkurra ára. Hann mun því mæta liðsfélögum í dag.

„Þeir eru með hörkulið og fullt af góðum leikmönnum. Eru með breidd og spila fjölbreyttan sóknarleik og góðan þjálfara. Það er örugglega góð stemning hjá þeim líka. Þeir eru sterkir einn á einn,“ segir Óðinn Þór en hann hefur ekki áhuga á að snúa aftur til Sviss eftir að hafa tapað fyrir þeim.

„Það er ekki í boði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×