Sport

Dag­skráin í dag: Toppslagur í Grinda­vík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grindavík er á toppi Bónus deildar kvenna og fær KR í heimsókn í stórleik suður með sjó í kvöld. Með sigri jafna KR-ingar Grindvíkinga að stigum.
Grindavík er á toppi Bónus deildar kvenna og fær KR í heimsókn í stórleik suður með sjó í kvöld. Með sigri jafna KR-ingar Grindvíkinga að stigum. vísir/vilhelm

Körfuboltaáhugafólk getur valið á milli fjögurra leikja í Bónus deild kvenna í dag. Þá verður farið yfir leiki helgarinnar í NFL-deildinni í Lokasókninni.

Sýn Sport

Klukkan 20:00 hefst Lokasóknin þar sem farið verður yfir gang mála í NFL. Á sunnudaginn réðist það hvaða lið mætast í Super Bowl um þarnæstu helgi.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 19:05 er komið að beinni útsendingu frá leik Grindavíkur og KR í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 19:05 verður sýnt beint frá viðureign Keflavíkur og Tindastóls í Bónus deild kvenna.

Sýn Sport Ísland 3

Klukkan 19:05 hefst bein útsending frá leik Hamars/Þórs og Njarðvíkur í Bónus deild kvenna.

Sýn Sport Ísland 4

Klukkan 19:05 verður leikur Ármanns og Stjörnunnar í Bónus deild kvenna sýndur beint.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 19:20 hefst bein útsending frá viðureign Werder Bremen og Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 00:05 er komið að beinni útsendingu frá viðureign Montreal Canadiens og Vegas Golden Knights í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×