Stærsti erlendi fjárfestirinn selur fyrir meira en milljarð í Íslandsbanka
Í fyrsta sinn um langt skeið hefur bandarískur sjóðastýringarrisi, einn allra stærsti hluthafi Íslandsbanka, verið að minnka nokkuð við eignarhlut sinn í bankanum en samhliða hefur hlutabréfaverðið farið lækkandi.
Tengdar fréttir
Einkafjárfestarnir sem vilja leiða Heiðar til forystu í stjórn Íslandsbanka
Heiðar Guðjónsson, sem fer fyrir hópi sem telur á annan tug einkafjárfesta, hélt áfram að stækka stöðu sína í Íslandsbanka nokkrum dögum áður en hann fór fram á að boðað yrði til hluthafafundar þar sem hann ætlar að sækjast eftir stjórnarformennsku núna þegar félagið er í samrunaviðræðum við Skaga. Þótt beinn stuðningur við Heiðar komi einkum úr röðum umsvifameiri einkafjárfesta, sumir hverjir sem tengjast honum nánum böndum eins og Andri Sveinsson, þá eru einnig ýmsir lífeyrissjóðir sagðir áfram um að hann geri sig gildandi í stjórn bankans.
Ávinningur hluthafa af samruna geti „varlega“ áætlað numið um 15 milljörðum
Samruni Íslandsbanka og Skaga ætti að geta skilað sér í árlegri heildarsamlegð upp á um tvo milljarða, samkvæmt útreikningum hlutabréfagreinenda, en þar munar langsamlega mestu um verulegt kostnaðarhagræði en á móti verður nokkur „neikvæð samlegð“ í þóknanatekjum. Þá telur annar sérfræðingur á markaði að varlega áætlað muni þetta þýða að ávinningurinn fyrir hluthafa geta numið samtals um 15 milljörðum.
Selt í Marel fyrir á annan tug milljarða á örfáum mánuðum
Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var um skeið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels, hefur á nokkrum mánuðum selt liðlega þriðjung allra bréfa sinna í íslenska félaginu. Stórfelld sala sjóða í stýringu Capital hefur átt sinn þátt í því að drífa áfram miklar lækkanir á hlutabréfaverði Marels.