Sport

Dag­skráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Denver Broncos dreymir um sæti í Super Bowl í ár.
Stuðningsmenn Denver Broncos dreymir um sæti í Super Bowl í ár. Getty/Dustin Bradford

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á sunnudögum.

Stórleikur dagsins er leikur Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en áður en að honum kemur verða þrír leikir í beinni klukkan 14.00. Sunnudagsmessan mun síðan gera upp alla helgina í ensku úrvalsdeildinni eftir stórleikinn.

Það er að koma að úrslitastund í NFL-deildinni en í kvöld og nótt kemur í ljós hvaða lið mætast í Super Bowl í ár. Fyrst mætast Denver Broncos og New England Patriots og í seinni leiknum mætast Seattle Seahawks og Los Angeles Rams.

Strákarnir í Lokasókninni ætla að hita upp fyrir leiki dagsins frá klukkan 19.30 og fylgjast síðan með gangi mála í allt kvöld.

Keilan á Reykjavíkurleikunum verður í beinni og við fáum einnig að sjá Íslendingaslag Bayern München og RB Leipzig í þýsku kvennadeildinni í fótbolta.

Það verður einnig sýnt frá tveimur leikjum úr þýsku B-deildinni í fótbolta, golfmóti og bandarísku NHL-íshokkídeildinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 18.55 hefst bein útsending frá Reykjavíkurleikunum þar sem keppt er í keilu.

SÝN Sport

Klukkan 16.00 hefst bein útsending frá leik Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 18.50 hefst Sunnudagsmessan þar sem farið er yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Klukkan 19.30 hefst upphitun Lokasóknarinnar fyrir leiki dagsins í úrslitakeppni NFL þar sem barist er um sæti í Super Bowl.

Klukkan 19.45 hefst bein útsending frá leik Denver Broncos og New England Patriots í úrslitakeppni NFL en hér barist um sigur í Ameríkudeildinni (AFC) og sæti í Super Bowl.

Klukkan 19.450 hefst bein útsending frá leik Seattle Seahawks og Los Angeles Eagles í úrslitakeppni NFL en hér barist um sigur í Þjóðardeildinni (NFC) og sæti í Super Bowl.

SÝN Sport 2

Klukkan 13.40 hefst bein útsending frá leik Brentford og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport 3

Klukkan 13.40 hefst bein útsending frá leik Crystal Palace og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport 4

Klukkan 07.00 hefst bein útsending frá Hero Dubai Desert Classic-golfmótinu á DP World Tour.

Klukkan 13.40 hefst bein útsending frá leik Newcastle og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 12.25 hefst bein útsending frá leik Schalke 04 og Kaiserslautern í þýsku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 14.25 hefst bein útsending frá leik M´gladbach og Stuttgart í þýsku bundesligunni.

Klukkan 17.25 hefst bein útsending frá leik Bayern München og RB Leipzig í þýsku kvennadeildinni í fótbolta.

Klukkan 22.05 hefst bein útsending frá leik Ottawa Senators og Vegas Golden Knights í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×